fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Fréttir

Tekjudagar DV: Fyrirtækin borga miklu meira fyrir hagsmunagæslu en verkalýðshreyfingin

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 19. ágúst 2024 10:30

Helstu hagsmunagæslu fulltrúarnir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það borgar sig betur að berjast fyrir hagsmunum fyrirtækja en launafólks. Að minnsta kosti þegar kemur að eigin launatékka.

Útgerðin borgar mjög vel fyrir sína hagsmunagæslu. Samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra hafði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), 4.586.468 krónur í mánaðartekjur árið 2023.

Litlu minna hafði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI). Hann var með 4.195.463 krónur á mánuði.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur verið áberandi á árinu, enda var hún að skrifa undir langa kjarasamninga fyrir hönd sinna umbjóðenda. Hún fær líka ágætlega borgað, var með 3.993.286 krónur á mánuði í fyrra samkvæmt álagningarskrá.

Ferðamannastraumurinn er kominn á fullt aftur eftir heimsfaraldurinn og hefur aldrei verið umfangsmeiri. Þrátt fyrir það var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), með mun lægri tekjur en áðurnefndir lobbýistar. Það er 1.423.853 krónur á mánuði.

BSRB borgar betur

Fulltrúar launafólks höfðu almennt séð lægri mánaðartekjur en fulltrúar fyrirtækja. Það er ef undanskilin eru laun framkvæmdastjóra SAF.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir stendur í stafni fyrir opinbera starfsmenn hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Hún var með 1.702.223 krónur í mánaðartekjur í fyrra.

Ekki langt undan eru tveir landsþekktir verkalýðsforkólfar. Annars vegar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins (SGS) sem hefur verið mikið í fréttum vegna hvalveiðimála og falls Skagans 3x. Hann var með 1.645.191 krónur á mánuði árið 2023.

Hins vegar er það Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR stéttarfélags. Hann var með 1.631.883 krónur.

Nokkuð minna var hin róttæka Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, með. Það er 1.233.338 krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Franski stórleikarinn Alain Delon látinn

Franski stórleikarinn Alain Delon látinn
Fréttir
Í gær

Maður rotaður í miðbænum og lögregla elti mann á hlaupum

Maður rotaður í miðbænum og lögregla elti mann á hlaupum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einkaviðtal við sakborning í stóra fíkniefnamálinu – „Ég veit ekki hver hirðir alla peningana en það erum ekki við“

Einkaviðtal við sakborning í stóra fíkniefnamálinu – „Ég veit ekki hver hirðir alla peningana en það erum ekki við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Icelandair finnur ekki farangurinn og veitir fá svör – „Mamma prjónaði fyrir þriggja ára dóttur og ófæddan son sem væri alveg hræðilegt að tapa“

Icelandair finnur ekki farangurinn og veitir fá svör – „Mamma prjónaði fyrir þriggja ára dóttur og ófæddan son sem væri alveg hræðilegt að tapa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auglýsa eftir fólki til að grafa skotgrafir í Kúrsk

Auglýsa eftir fólki til að grafa skotgrafir í Kúrsk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022