fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Fókus

Jewells flutti til Íslands fyrir 8 árum – „Mér finnst ég örugg, mér líður eins og heima hjá mér“

Fókus
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 19:30

Jewells Chamber Mynd: allthingsiceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jewells Chambers er 38 ára og frá New York í Bandaríkjunum. Fyrir átta árum síðan flutti hún til Reykjavíkur og er ekkert á leiðinni til baka. Hér hefur hún eignast kærasta, stefnir á byggingu einbýlishús, hefur stofnað fyrirtæki og líður vel. 

Chambers segir frá lífi sínu í viðtali við CNBC en saga hennar er hluti af CNBC Make It’s Millennial Money seríunni, sem lýsir því hvernig fólk um allan heim græðir, eyðir og sparar peningana sína.

Jewells Chamber
Mynd: allthingsiceland

Yfirskrift viðtalsins er: „38 ára bandarískur útlendingur lifir á 73 þúsund dölum í einu af dýrustu löndum heims“ og þar er nefnt að Chambers lítur ekki út eins og dæmigerður Íslendingur. Í landi þar sem 94% fólks skilgreinir sig sem innfædda er Chambers, þeldökk bandarísk kona, meðal hinna 6%.

Engu að síður hefur hin innfædda New York-búi aldrei verið fullvissari um að þetta sé nákvæmlega staðurinn þar sem hún þurfti alltaf að vera.

„Það var eins og það væri eitthvað segulmagnað sem mig hingsað og ég hef enn ekki getað sett fingurinn á það nákvæmlega. En ég veit að það hefur eitthvað með náttúruna að gera, því þetta hefur verið og heldur áfram að vera svo endurnærandi verk fyrir mig. Í hvert skipti sem ég er úti í gönguferð eða bara venjulegri gönguferð, kemst aðeins út úr borginni, finnst mér ég bara vera í algjöru jafnvægi.“ 

Og það er nákvæmlega það sem Chambers vill miðla til annarra, því frá árinu 2018 hefur hún rekið eigið fyrirtæki,  All Things Iceland, podcast, YouTube rás og samfélagsmiðlamerki sem skoðar náttúru Íslands, sögu og menningu í gegnum linsu útlendinga. Á YouTube er Chambers með yfir 50 þúsund áskrifendur og 30 þúsund mánaðarlega hlustendur á hlaðvarpið, en fyrirtækið hefur verið fullt starf Chambers síðan 2020. Fyrirtækið er á réttri leið með að vinna sér inn jafnvirði $100 þúsund dala á þessu ári, af því mun Chambers greiða sér um það bil 73 þúsund dali áður en fé er tekið út til skatta og iðgjalda til lífeyris.

Þetta er ekki auðæfi segir í viðtalinu, sérstaklega í hinni frægu dýru Reykjavík, en það er nóg til að fjármagna það líf sem Chambers dreymdi um í æsku.

„Með því að vera hér finnst mér ég vera örugg. Mér líður eins og ég sé heima. Ég er virkilega ánægð. Og það hefur breyst í eitthvað sem heldur áfram að halda mér hér.“

@allthingsiceland 5 Bucket-list Worthy Places in Iceland 😍 Each of these places have their own unique charm and, depending on your time and accessibility levels, can be fun to explore. More details about each place below. 🚙 To see them at your own pace, I highly recommend renting a car or camper van. When you use my code iceland10 with @Go Car Rental Iceland you save 10% on your entire rental cost. If you plan to rent a camper van, use my code iceland7 with @Go Campers to save 7% on your rental and get two free duvets. ⭐️ Rauðisandur beach is in the remote and beautiful Westfjords. It’s quite a drive but is easily accessible on foot once you arrive. ⭐️ Stuðlagil Canyon in gorgeous East Iceland is only an hour from Egilsstaðir. While the hike to get to the canyon is not difficult, walking inside of the canyon can be a little slippery. ⭐️ Hveradalir Geothermal Area is a beautiful sight to behold but it requires that you have a 4×4 vehicle to access the area since it’s located in the highlands. If driving from Reykjavík, you don’t need to cross a river to get here. The hike can range from easy to medium difficulty depending on how far and high you want to explore. ⭐️ Stokksnes Peninsula in South East Iceland is home to the awe-inspiring Vestrahorn mountain. Access is easy but you are required to pay a small fee to the landowner to possibly have that view. On relatively calm weather days in Iceland, you can see the mountain perfectly reflected in the shallow water below it. ⭐️ Múlagljúfur canyon is incredible to experience but it does require a decent amount of hiking. While a 4×4 vehicle is not required to access the parking area and trail, the gravel road to this canyon is rough. I prefer to use a 4×4 vehicle here. Most of the hike is medium difficulty but can become harder if you decide to go up to the highest peak. ✅ Save this post so you can add these bucket-list worthy places in Iceland to your adventure and so you can use my codes to save some money on a car or camper van rental. #iceland #icelandadventure #icelandtravel #icelandtrip #bucketlist #bucketlisttravel #icelandroadtrip ♬ Mwaki – Zerb

Að komast í gegnum „limbó ástandið“

Chambers segir að draumar hennar um að búa erlendis hafi byrjað í menntaskóla í Brooklyn í hagfræðitíma.

„Á meðan prófessorinn var að tala um bandaríska hagfræði og stjórnmál var eitthvað í heilanum á mér eins og: „Ég held að mér sé ekki ætlað að búa í Bandaríkjunum,“ segir hún.

En fyrst tóku fullorðinsárin við. Chambers útskrifaðist úr háskóla árið 2008 með gráðu í verkfræði og 60 þúsund dala skuld í námslánum. Hún flutti aftur til New York borgar og fór að vinna við stafræna markaðssetningu í þágu fjölbreytileika og þátttöku í hagnaðarskyni, en náði ekki endum saman.

Á meðan Chambers var að koma sér fyrir á vinnumarkaði fjárhagslega endurnýjaði hún tengsl við íslenskan mann sem hún hafði kynnst í háskóla. Árið 2013 hófu þau samband sitt og giftust tveimur árum síðan. Árið 2016 sagði hann að hann ætlaði að flytja aftur til Íslands og hún samþykkti að fylgja honum, með einu skilyrði. „Ég er ekki að flytja nema ég finni vinnu sem nýtir hæfileika mína.“ 

Á þeim tíma var uppsveifla í ferðaþjónustu hérlendis og mikil eftirspurn eftir stafrænum markaðsaðilum. Eftir að fengið vinnu hjá ferðaþjónustufyrirtæki kom Chambers til Íslands í júní 2016.

@allthingsiceland I dread this every year 😭 🇺🇸Certain aspects of being an American living abroad can be challenging and filing taxes each year can be one of them. 🤓 Make filing this year less of a headache by using @MyExpatTaxes. If you apply my code Ice10, you’ll save 10% on the cost for the services if you are using them for the first time. ✅ Share this with an American that you know who is living abroad. #iceland #icelandtiktok #americanabroad #americanineurope #livinginiceland #livingabroad #expat #expatlife #expatproblems #livingabroadlife ♬ original sound – All Things Iceland

Að verða ástfangin af öllu sem viðkemur Íslandi – „Líf mitt breyttist“

Chambers segir vinnuumhverfið hafa verið krefjandi í upphafi, henni hafi fundist hún aldrei geta munað flókin nöfn vinnufélaga sinna, hvað þá að vinna með vinnufélögum sem allir voru helteknir af útivist. „Þeir voru allir fjallgöngumenn. Þeir höfðu klifið nokkra af hæstu tindum heims og ég kom úr steinsteypufrumskóginum New York.“

Chambers var sagt að ef hún ætlaði að markaðssetja væntanlegum viðskiptavinum náttúrugöngur og kajakferðir og jöklagöngur yrði hún að fara og upplifa slíkt á eigin skinni.

Þegar Chambers byrjaði persónulega að upplifa ævintýrin sem Ísland hafði upp á að bjóða, „breyttist líf mitt,“ segir hún. „Allt snerist um náttúruna og skilning, virðingu og svo að geta markaðssett það til hugsanlegra viðskiptavina okkar. Og ég elskaði það.“

Chambers segir að aldrei hafi verið komið fram við hana eins og hún væri utanaðkomandi, þvert á móti hafi íslenska þjóðin tekið hana að sér.

„Að búa á Íslandi hefur 1.000% haft ótrúleg áhrif á geðheilsu mína. Náttúruþátturinn hefur hjálpað mér á svo margan hátt, [sem og] varpað frá mér þessari hugmynd að það þarf alltaf að snúast um húðlitinn minn.“

@allthingsiceland This is my experience of living in Iceland as a Black woman for the last 6+ years. I’m orginally from NYC. 😊 #iceland #icelandtiktok #icelandadventure #blacktiktok #blacktiktokcommunity #travelingwhileblack #blackiniceland #blackineurope #livinginiceland #myexperience ♬ original sound – All Things Iceland

Podcastið varð að veruleika – „Ég hafði engar væntingar“

Árið 2017 var Chambers að láta vetrardagana líða við að hlusta á podcast. Á sama tíma voru allir sem hún þekkti í Bandaríkjunum að spyrja hana um Ísland. Segist hún hafa áttað sig á að hún elskaði að hlusta á podcast, engin slík voru til um Ísland og árið 2018 opnaði hún sitt eigið, All Things Iceland, og planið var að vera með einn þátt í viku. „Ég hafði engar væntingar“

Fyrst fékk hún jákvæð skilaboð og athugasemdir frá hlustendum og YouTube áhorfendum og síðan komu fyrirtæki sem vildu vinna með henni.

Á daginn vann Chambers við stafræna markaðssetningu og árið 2019 tók hún við starfi sem yfirmaður stafrænnar stefnumótunar hjá auglýsingastofu, vel borgað og krefjandi starf. Chambers jögglaði vinnu, hjónabandi og ástríðuverkefninu, podcastinu. Þegar COVID-19 heimsfaraldurinn skall á var Chambers þegar orðinn útbrunnin og minnkaði við sig í dagvinnunni. Nokkrum mánuðum seinna hætti hún alfarið í dagvinnunni.

All Things Iceland blómstrar, tekjur koma frá sölu auglýsinga, kostun og markaðssetningu tengdra aðila. Hún selur einnig kort, ferðaráðgjöf og einkaferðir, allt á meðan hún vinnur á bak við tjöldin með viðskiptavinum fyrirtækja sem framleiða efni á netinu og samfélagsmiðlum. Fyrirtækið skilaði um 50 þúsund dölum á fyrri helmingi ársins, þar af greiðir Chambers sjálfri sér um 6 þúsund dali á mánuði í laun.

@allthingsiceland See the best of Iceland 👇🏾 ⏰For the next 48 hours, full access to My Iceland Map is 50% off with the code “take50”. There are over 250 of my favorite attractions, accommodations, activities, restaurants, and more. Plus, you get 4 pre-made itineraries. 😍 All of this will make planning your adventure in Iceland even easier. This is the lowest this map will ever be, so don’t miss out. ✅ Go to the link on my page or check out the comments for the link and code to save 50%. #iceland #icelandtravel #icelandadventure #discovericeland #iloveiceland #iceland #wheniniceland #visiticeland #exploreiceland #icelandexplored #wheniniceland #icelandsecret #icelandlove #iloveiceland #landofvikings #inspiredbyiceland #icelandtravel #icelandtrip #icelandadvice #icelandtiktok ♬ Dream – Alex Lustig

Hvernig hún eyðir peningunum sínum

Í greininni kemur fram að Chambers sá um að halda heimilinu uppi fjárhagslega á árunum 2016 til 2020 meðan fyrri eiginmaður hennar byggði upp eigið fyrirtæki. Þau skildu að borði og sæng 2022 og voru lögskilin ári síðar. Í dag á hún nýjan kærasta en þau hafa ekki ruglað saman reitum fjárhagslega.

Í greininni er farið yfir í hvað tekjur Chambers fóru í júní.

Húsnæði: $2.031 fyrir leigu, síma og Wi-Fi

Matvörur: $545

Reiðufé sparnaður: $428

Ýmislegt: $423 fyrir heimilisvörur, hús- og bílaþrif, vellíðan og skemmtun

Ferðalög: $368 í væntanlegri ferð til Amsterdam með vini

Líkamsrækt: $352 á líkamsræktaraðild og einkaþjálfara

Út að borða: $321

Líftrygging: $73

Bensín: $65

Óvænt útgjöld: $61 í neyðarheimsókn og lyf vegna hálsbólgu

Stærsti mánaðarkostnaður Chambers er húsaleiga, um 1.941 Bandaríkjadali á mánuði fyrir 1 svefnherbergja, 1 baðherbergis íbúð í miðbæ Reykjavíkur, með geymslu og bílastæði innandyra sem er lykilatriði fyrir íslenska vetur.

Hún eyddi líka meira en 850 dölum í mat sem sýnir að matur, sérstaklega á veitingastöðum, er dýr. Chambers áætlar að forréttur á veitingastað á Íslandi kosti venjulega 25-30 dali og kaffibolli á kaffihúsi í miðbænum 7,5-8 dali..

Komið er inn á að Chambers sleppur við há útgjöld sem hinn hefðbundni Bandaríkjamaður þarf oft að greiða, sumt tengist vinnu hennar. Vegna þess að hún á í vörumerkjasamstarfi við bílaleigufyrirtæki fær hún bíl til afnota, hún þarf bara að borga bensínið. Sérstaklega er tekið fram að hún þarf ekki að greiða heilbrigðistrygginga. 

Einnig er komið inn á greiðslur launagreiðenda hvað varðar stéttarfélagsgjald, lífeyrissjóðsiðgjald og fleira. Chambers er bæði eigin vinnuveitandi og launþegi. „Að fá endurskoðanda til að hjálpa mér hefur verið svo mikilvægt.“

@allthingsiceland Iceland 2023 Summer Recap 🇮🇸 ❤️ ☀️ I’ve traveled around Iceland several times over the years but last summer was for the record books. 😍 Most places I visit are off the beaten path, where tour buses are not going. If like me, you want to visit places that will make your jaw drop in awe and with hardly any crowds, I highly recommend renting a car, regardless of the season. 🚗 I use @gocarrentaliceland for all my adventures in Iceland. They have a large variety of cars, great customer service, and competitive rates. Use my code iceland10 to save 10% on your full rental cost. ✅ Save this reel so you have this code handy when you’re ready to come to Iceland and embark on an epic adventure. #discovericeland #iloveiceland #iceland #wheniniceland #visiticeland #exploreiceland #icelandexplored #wheniniceland #icelandsecret #icelandlove #iloveiceland #landofvikings #inspiredbyiceland #icelandtravel #icelandtrip #icelandroadtrip #blacktravelblogger #blacktravelgram #waterfallsofintsagram #waterfalls #icelandwaterfall #icelandsummer #bucketlist #bucketlisttravel #bucketlistadventures #icelandvolcano #dynjandiwaterfall ♬ Snap Remix – Dj Rajesh

Horft fram á veginn –  „Ísland er heimili mitt“

Chambers leggur að jafnaði 10% af launum sínum á sparnaðarreikning. Segist hún einnig vilja kanna hagkvæmni þess að opna verðbréfareikning líka, til að auka eftirlaunasparnað sinn. Til skemmri tíma er hún þó að spara til að kaupa hús með kærastanum sínum.

Hún vonast til að halda áfram að stækka All Things Iceland sem vörumerki og fyrirtæki. Eftir því sem fyrirtækið heldur áfram að stækka, vonast Chambers til að ráða fólk til að aðstoða við daglegan rekstur svo hún geti einbeitt sér að skapandi hluta starfsins.

„Þegar ég tók þessa ákvörðun og flutti hingað fannst mér það rétt ákvörðun og mér  hefur haldið áfram að líða þannig. Þannig að um fyrirsjáanlega framtíð er Ísland heimili mitt.“

@allthingsiceland 🇮🇸Explore Iceland’s Remote Gems 💎 🌞 Summer is the perfect time to venture into the Icelandic highlands or on any roads that lead to spectacular places like this because they are inaccessible during winter. 🚙The catch is that you must have the right car to drive on mountain roads or any roads that require 4×4 vehicles. ⬇️ ⭐️ @gocarrentaliceland has an awesome fleet of cars that can handle these terrains like a dream, including my fave the Jeep Wrangler Rubicon. Use my code iceland10 to save 10% on your entire car rental. This applies to all of their cars, not just those with 4×4 capabilities. 🤗 For those that are nervous about driving through rivers, I’ll soon be sharing some places that have “easy” river crossings or none at all so you can enjoy the ride and be a bit adventurous without feeling afraid. ✅ Make sure to save this post so you have the discount code when you plan to book your rental car. #discovericeland #iloveiceland #iceland #wheniniceland #visiticeland #exploreiceland #icelandexplored #wheniniceland #icelandsecret #icelandlove #iloveiceland #landofvikings #inspiredbyiceland #icelandtravel #icelandtrip #icelandroadtrip #blacktravelblogger #blacktravelgram#icelandsummer #bucketlist #bucketlisttravel #bucketlistadventures ♬ Jericho – Iniko

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur ekki talað við fyrrum vin sinn, Davíð Oddsson, um langt skeið – „Ég held að hann hafi farið í fýlu út í mig af því að ég var ekki sammála honum“

Hefur ekki talað við fyrrum vin sinn, Davíð Oddsson, um langt skeið – „Ég held að hann hafi farið í fýlu út í mig af því að ég var ekki sammála honum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland 2024

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

George Clooney trompaðist á setti – „Ég ætlaði að drepa hann, drepa hann“

George Clooney trompaðist á setti – „Ég ætlaði að drepa hann, drepa hann“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimma eftir Ragnar Jónasson í sjónvarpið – Sjáðu stikluna

Dimma eftir Ragnar Jónasson í sjónvarpið – Sjáðu stikluna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur brösulega að halda í starfsfólk – Starfsmannastjórinn forðaði sér eftir aðeins 3 mánuði í starfi

Gengur brösulega að halda í starfsfólk – Starfsmannastjórinn forðaði sér eftir aðeins 3 mánuði í starfi