fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Pressan

Telja að Egyptar hafi notað vökvalyftur þegar þeir reistu fyrsta pýramídann

Pressan
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 07:30

Píarmídar í Giza. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega notuðu Forn-Egyptar vökvalyftur þegar þeir reistu fyrsta pýramídann en það er Djoser pýramídinn sem var reistur fyrir um 4.700 árum í norðurhluta Egyptalands.

Þetta kemur fram í rannsókn sem hefur verið birt í ResearchGate en hefur ekki verið ritrýnd.

Live Science segir að fornleifafræðingar hafi lengi velt fyrir sér hvernig Egyptum tókst að reisa pýramídann, sem samanstendur af um 330.000 rúmmetrum af steinum og leir,  áður en stórar vélar á borð við jarðýtur og krana voru fundnar upp.

Þar sem pýramídinn er við löngu uppþornaðan árfarveg Nílar, þá setja vísindamennirnir þá kenningu fram Egyptarnir hafi notað ána við verkið og hafi hannað „nútímalegt vökvalyftu kerfi“ sem samanstóð af stíflu, vatnshreinsistöð og einhverskonar vökvalyftu. Allt hafi þetta verið knúið af ánni.

En þessi kenning er strax orðin umdeild og margir vísindamenn hafa miklar efasemdir um hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum