fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Pressan

Svona er hægt að losna varanlega við illgresi með einföldu efni sem er til á flestum heimilum

Pressan
Laugardaginn 24. ágúst 2024 17:30

Illgresi skýtur víða upp kollinum. Mynd/Alamy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illgresi er ekki mikið fagnaðarefni garðeigenda og það er auðvelt að fyllast vonleysi þegar maður kemur út og sér allt illgresið sem virðist nánast hafa sprottið upp á einni nóttu á milli hellnanna í innkeyrslunni eða við útidyrnar.

En það er að sögn til einfalt ráð til að drepa það og það varanlega. Allt sem þarf er efni sem er líklega til á flestum heimilum?

Þetta hljómar eiginlega of vel til að geta verið satt en Jessica Nakamura segir á Instagramsíðu sinni, @thatmamarealtor, að þetta svínvirki. Express skýrir frá þessu.

Í myndbandi segir hún að það sem þurfi til sé lyftiduft. Hún sýnir síðan þegar hún stráir lyftidufi yfir svæðið þar sem illgresið vex og síðan notar hún kúst til að dreifa því þannig að það fari ofan í allar rifurnar. Því næst þarf að hella vatni yfir svæðið.

„Eftir 24 klukkustundir er illgresið dautt og það er auðvelt að rífa það upp og það vex ekki aftur,“ segir hún.

Lyftiduft inniheldur mikið salt en það gerir að verkum að illgresið þornar upp og nær ekki að vaxa á nýjan leik.

Saltið getur einnig haft neikvæð áhrif á annan gróður en Nakamura segir að það sé hægt að leysa það með því að hella vatni yfir svæðið eða treysta á góða rigningu.

Fyrir þá sem hafa efasemdir um aðferðina, þá birti hún myndbandi mánuði síðar og sýndi að enn sé ekkert illgresi komið upp og grasið sé enn grænt.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum