fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Pressan

Æði rann á unglingspilt í flugvél – Skömmu síðar lést hann

Pressan
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 21:00

Vél frá South West. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki var annað vitað en Jonathan Burton væri ósköp venjulegur 19 ára unglingur. Hann bjó í Las Vegas, stundaði nám og var vel liðinn. En þegar mikið æði rann á hann um borð í farþegaflugvél breyttist allt og hann lést skömmu síðar.

Þetta gerðist fyrir 24 árum um borð í flugvél frá Southwest Airlines og hefur málið ekki enn verið leyst að fullu. Metro segir að „flugæði“ hafi runnið á Jonathan og hafi hópur farþega yfirbugað hann og haldið niðri í kjölfar hegðunar hans.

Flugvélin tók á loft frá Las Vegas 11. ágúst 2000 og var förinni heitið til Salt Lake City í Utah. Jonathan ætlaði að heimsækja ættingja sína þar í borg. Hann ætlaði meðal annars að hjálpa frænda sínum að mála hús, fara á vatnsskíði og gönguferð í óbyggðum.

Móðir hans ók honum á flugvöllinn og tók ekki eftir neinu óeðlilegu í fari hans.

En það breyttist á sekúndubroti og enginn veit af hverju. Alríkislögreglan FBI rannsakaði málið og skráði framburð vitna og hlustaði á upptökur úr flugstjórnarklefanum en það varð ekki til þess að leysa málið.

Þegar vélin var komin í flughæð sína og byrjað var að bera fram drykki breyttist svipur Jonathan og varð „brjálæðislegur“ að sögn annars farþega.

Jonathan stóð skyndilega upp og greip drykk af veitingavagninum án þess að segja eitt orð. Hann gramsaði síðan í honum í leit að hnetum en síðan beindi hann athygli sinni að dyrunum að flugstjórnarklefanum og öskraði: „Ég get flogið þessari vél, ég get flogið þessari vél“ og sparkaði hurðinni upp og fór inn í klefann og reyndi að ná taki á flugmönnunum.

Farþegar lýstu því sem svo að algjör ringulreið hefði gripið um sig í vélinni, farþegar hefðu öskrað og börn grátið. Aðrir farþegar gripu til sinna ráða og yfirbuguðu Jonathan og sneru hann niður.

Þegar lögreglan kom inn í vélinni lá Jonathan á grúfu og einn farþegi hið minnsta stóð ofan á hálsi hans.

Jonathan var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Krufning leiddi í ljós að köfnun var banamein hans. Mikill fjöldi marbletta var á líkama hans.

Talið er að minnsta kosti átta farþegar hafi komið að því að halda honum niðri en enginn var ákærður í málinu því ríkissaksóknarinn í Utah komst að þeirri niðurstöðu að um sjálfsvörn hefði verið að ræða.

Kanadamaðurinn Dean Harvey, sem var farþegi, sagðist að sögn The Guardian hafa séð stóran mann hoppa ítrekað ofan á Jonathan á meðan honum var haldið föstum. Hann sagðist hafa beðið manninn um að hætta þessu og að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Búið hafi verið að yfirbuga Jonathan og það hafi ekki verið nein þörf á að hoppa ítrekað ofan á honum.

En það er hins vegar óleyst ráðgáta hvað varð þessi valdandi að svo mikil reiði greip Jonathan. Leifar af kannabis og kókaíni fundust í blóði hans en FBI telur ekki að efnin hafi valdið æðiskasti hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink
Pressan
Í gær

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum