fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Skólamál: Framlög ríkisins til námsgagnagerðar hafa skroppið saman um 2/3 frá 1991

Eyjan
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 14:30

Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólitísk óeining hefur komið illa niður á námsgagnagerð á Íslandi og á rúmum 30 árum hafa framlög ríkisins til námsgagnagerðar skroppið saman um 2/3, voru 21 þúsund krónur á barn árið 1991 en eru núna sjö þúsund krónur. Námsefnið er ekki endilega lélegt, sem slíkt, en það er gamalt og úr sér gengið og t.d. hefur ekki komið nýtt námsefni í trúarbragðafræði í meira en 20. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar mennta og skólaþjónustu, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er stutt brot úr þættinum:

Eyjan - Thordis Jona Sigurdardottir - 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Thordis Jona Sigurdardottir - 3.mp4

Þórdís Jóna segir okkur búa við þann kalda veruleika að pólitísk óeining hafi verið um málaflokkinn. Þegar grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaga, árið 1991, hafi verið ákveðið að námsgagnagerð yrði áfram hjá ríkinu en fylgdu ekki með í flutningnum. Hún bendir á að þá hafi framlög ríkisins til námsgagnagerðar numið 21 þúsund krónum á bar, uppreiknað til verðlags í dag.

„Í dag er þessi tala sjö þúsund krónur.“ Hún segir að ekki sé óeðlilegt, miðað við þetta, að kvartað sé undan gæðum námsgagna. „Námsefnið sem kennarar fá þykir þeim gott. En það er oft orðið ótrúlega gamalt. Forgangurinn er stærðfræði og íslenska, sem samt er ekki endurnýjað nógu oft. en það hefur ekki verið gefið út efni í trúarbragðafræði í yfir 20 ár …“

Og það hefur nú ýmislegt breyst í þessum heimi síðan …

„Oh my god, heldur betur, oh my god, segi ég nú bara.“

Og vel við hæfi að orða það svo …

„Af því að það hefur verið pólitísk óeining um þetta og ekki náðst samkomulag þá hefur frekar verið dregið úr.“

Þórdís Jóna nefnir íslenskuna sem dæmi og segir að ef það sé eitthvað sem við verðum að leggja áherslu á þá sé það að aðstoða börnin okkar við að læra tungumálið.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture