fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024
Fókus

Vefur lyga til að reyna að hafa Presley fjölskylduna að féþúfu afhjúpaður – Sú seka á yfir höfði sér 20 ár í fangelsi

Fókus
Föstudaginn 16. ágúst 2024 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Missouri var handtekin í dag í sökuð um tilraun til fjársvika. Hafði konan ætlað sér að hafa milljónir úr fjölskyldu tónlistarmannsins Elvis Presley og ætlaði hún sér eins að komast yfir heimili tónlistarmannsins í Graceland.

Fréttir hafa undanfarið birst um málefni Graceland. Til stóð að selja eignina frægu á uppboði vegna skulda Lisu Marie Presley í maí á þessu ári, en Lisa Marie lést í fyrra.
Dóttir hennar, Riley Keough kærði lánafyrirtækið sem stóð fyrir uppboðinu og tókst þannig að stöðva framkvæmdina. En nú er komið á daginn að málið var þó flóknara en svo. Uppboðið var í raun sviðsett og liður í umfangsmikilli fjársvika tilraun.

Konan sem var handtekin í morgun heitir Lisa Jeanine Findley en gengur líka undir fjölda dulnefna. Að sögn bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafði Findley skipulagt svikin vandlega. Hún hélt því ranglega fram að Lisa Marie Presley hefði veðsett Graceland vegna skulda.

Til að selja lygina mun Findley hafa falsað fjölda skjala og þannig reynt að kúga fé úr Presley fjölskyldunni. Hún mun eiga sér vitorðsmenn sem verða einnig ákærðir í málinu.

„Sem Memphisbúi veit ég að Graceland er þjóðargersemi,“ segir ríkissaksóknarinn Kevin G. Ritz. „Sakborningurinn mun hafa staðið fyrir ósvífinni svika fléttu til að reyna að fjárkúga Presley fjölskylduna og hafa af þeim þessar mikilvægu minjar. Að sjálfsögðu eiga allir fasteignaeigendur rétt á því að eignir þeirra séu verndaðar frá svikum og dómsmálaráðuneytið mun sækja hvern þann af hörku sem fremur efnahagsbrot eða kennitöluþjófnað.“

Findley þóttist vera þrír ólíkir einstaklingar sem áttu að tengjast fjármálastofnun sem kallaðist Naussany Investments & Private Lending LCC. Þetta fyrirtæki er ekki til í alvörunni. Hún hélt því ranglega fram að Lisa Marie Presley hefði fengið að láni rúmlega 500 milljónir árið 2018 gegn veði í Graceland. Lánið hafi hún svo ekki endurgreitt. Til að gera upp skuldina krafðist Findley rúmlega 400 milljóna frá fjölskyldunni. Hún falsaði lánsskjöl, falsaði undirskrift Lisu Marie og falsaði vottun lögbókanda. Hún lagði svo fram ólögmæta kröfu fyrir dómstólum í Memphis og gaf út falsaða tilkynningu um nauðungarsölu í dagblaði þar sem hún sagði að Naussany Investments myndi selja Graceland á uppboði. Þegar fjölskylda Presley reyndi að stöðva uppboðið með aðstoð dómstóla lagði hún fram fölsuð dómsgögn.

Þegar málið komst í fjölmiðla hélt Findley því fram að manneskjan sem bæri ábyrgð á svikunum væri aðili í Nígeríu sem hefði stolið kennitölu hennar. Það reyndist enn ein lygin.

Findley er sögð hafa notfært sér andlát Lisu Marie og fjárhagsstöðu dánarbúsins, til að hafa fjölskylduna að féþúfu. Verði Findley sakfelld í málinu á hún yfir höfði sér allt að 20 ár í fangelsi.

Sjá einnig: Graceland bjargað frá uppboði – Setur rokkkonungsins verður áfram í fjölskyldunni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

George Clooney trompaðist á setti – „Ég ætlaði að drepa hann, drepa hann“

George Clooney trompaðist á setti – „Ég ætlaði að drepa hann, drepa hann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndaveisla: Ásdís Rán fagnaði 45 ára afmæli

Myndaveisla: Ásdís Rán fagnaði 45 ára afmæli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey tilnefnd til verðlauna á VMA

Laufey tilnefnd til verðlauna á VMA
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimma eftir Ragnar Jónasson í sjónvarpið – Sjáðu stikluna

Dimma eftir Ragnar Jónasson í sjónvarpið – Sjáðu stikluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gengur brösulega að halda í starfsfólk – Starfsmannastjórinn forðaði sér eftir aðeins 3 mánuði í starfi

Gengur brösulega að halda í starfsfólk – Starfsmannastjórinn forðaði sér eftir aðeins 3 mánuði í starfi