fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni

Eyjan
Föstudaginn 16. ágúst 2024 16:30

Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fullkominn misskilningur að verið sé að leggja niður samræmd próf við námsmat í grunnskólum. Þvert á móti er verið að stórauka vægi samræmdra prófa og gera þau hnitmiðaðri og gagnlegri fyrir kennara, börn og foreldra. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri nýstofnaðrar Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlýða á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Thordis Jona Sigurdardottir - 1.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Thordis Jona Sigurdardottir - 1.mp4

„Það sem við erum að leggja til núna hefur yfirheitið matsferill – er samræmdur – og í raun og veru miklu meira samræmdur heldur en gömlu samræmdu prófin því að þar voru alltaf algerlega nýtt próf á hverju ári þannig að erfitt var að bera saman prófin á milli ára,“ segir Þórdís Jóna.

Hún segir prófin sem notuð verða í matsferlinum verða að fullu samræmd og segist ekki skilja til hlítar hvernig sú túlkun komst á kreik að svo væri ekki. „Það er misskilningur, en svo sannarlega eru þau örlítið annars eðlis en gömlu könnunarprófin.“

Hún segir matsferilinn vera afurð gríðarlega mikils samráðs og samstarfs við kennarastéttina, börn og foreldra. „Niðurstaðan var að fara í matsferil sem við erum að byrja með á næsta skólaári. Það sem matsferillinn gerir örlítið ólíkt er að prófin eru styttri, þau eru hnitmiðaðri og það er skýrara fyrir kennara hvað er verið að prófa.“ Með þessu móti viti kennarinn fyrir fram nákvæmlega hvaða afmörkuðu atriði sé verið að prófa hverju sinni.

Hún segir m.a. hafa verið gagnrýnt við gömlu samræmdu könnunarprófin að kennarar vissu ekkert hvað verið var að prófa í þeim og hafi þar af leiðandi þótt erfitt að undirbúa nemendur sína undir þau. „Það var líka kvartað yfir því að þau hefðu ekki verið í nógu miklu samræmi við aðalnámskrá. Það sem við erum að fara af stað með núna er t.d. lesskilningur og þá erum við að horfa til hæfniviðmiða í aðalnámskrá og það verður próf bæði í upphafi skólaárs og í lok skólaárs.“

Hún segir þetta gera það m.a. að verkum að kennari sem leggur próf fyrir í upphafi skólaárs og notar svo sínar kennsluaðferðir og leggur aftur fyrir próf í lok skólaárs geti séð hvernig nemendur hans standa gagnvart landsmeðaltalinu. „Þá er ekki bara verið að kann a hvern og einn nemanda heldur líka þær aðferðir og kennsluhætti sem hver og einn kennari er með.“

Fá foreldrar tækifæri til að skoða þennan samanburð líka?

„Já, algerlega. Þeir fá allan samanburð og grunnurinn að þessu öllu er þá þessi ferill sem við búum til og í t.d. læsi, lesferillinn samanstendur þá af lesskilningi, lesfimi, orðaforða og ritunarramma. Við erum að búa til fjöldann allan af prófum og langflest af þessum prófum eru algerlega samræmd á meðan sum eru kannski örlítið minna samræmd, sem getur líka verið gott í sjálfu sér. Svo erum við líka með stærðfræðina.“

Hún segir stofnunina verða að líta í eigin barm hvað varðar skýringar á því hvers vegna sá misskilningur, að ekki væri um samræmd próf að ræða, varð svona mikill. Hugsanlega sé það vegna þess að leggja átti af gömlu samræmdu prófin og koma með matsferilinn í staðinn. „Svona fyrirsagnir geta orðið til þess að búa til hughrif.“

Þannig að kjarninn í matsferlinu er samræmd próf í mun meiri mæli en áður var?

„Miklu meira.“

Þáttinn í heild verður hægt að nálgast hér á Eyjunni kl. 8 í fyrramálið, laugardaginn 17. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture