fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024
Pressan

Geimfarar sem fóru í átta daga geimferð koma kannski ekki heim fyrr en á næsta ári

Pressan
Föstudaginn 16. ágúst 2024 09:30

Teikning af Starliner að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir geimfarar, sem fóru til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í júní, gætu setið fastir þar þangað til á næsta ári ef ekki tekst að gera við geimfarið þeirra.

Þetta segir bandaríska geimferðastofnunin NASA en geimfararnir eru á hennar vegum. Geimfararnir, Barry Wilmore, sem er 61 árs, og Sunita Williams, sem er 58 ára, voru send til geimstöðvarinnar í tilraunaflugi í júní. Þau áttu að snúa aftur til jarðar eftir átta daga.

En það gekk ekki eftir og nú tveimur mánuðum síðar, sitja þau enn föst í geimstöðinni. Þau þurfa líklega að dvelja þar um næstu jól og áramót.

Þau fóru til geimstöðvarinnar í Boeing Starliner geimfari en þetta var fyrsta flug þess með fólk. Markmiðið með ferðinni var að sjá hvernig geimfarið stæði sig áður en það verður tekið í reglulega notkun.

En vandamál komu upp þegar geimfarið nálgaðist geimstöðina sem er á braut um jörðina í um 350 km hæð. Meðal þeirra vandamála sem komu upp var leki í mótor þess og að mótorar hættu að virka.

Geimfararnir komumst heilir á húfi á áfangastað en líklega þurfa þeir annað farartæki til að komast aftur til jarðarinnar. Að minnsta kosti ef Starliner geimfarið telst ekki nægilega öruggt til að flytja þá heim.

Talsmaður NASA sagði í síðustu viku að engar ákvarðanir hafi verið teknar um næstu skref en aðalmarkmiðið sé að koma geimförunum til jarðarinnar í Starliner geimfarinu.

En NASA íhugar nú annan möguleika til að koma þeim heim. Hann er að lengja dvöl þeirra í geimnum og koma þeim til jarðarinnar í febrúar.

Sú ferð yrði þá farinn með geimfari frá SpaceX. Samkvæmt upphaflegri áætlun á það að flytja fjóra geimfara til geimstöðvarinnar en hugsanlega verða aðeins tveir sendir svo hægt verði að koma Wilmore og Williams heim. Ef þetta verður lendingin, munu þau dvelja í átta mánuði í geimnum en ekki átta daga eins og til stóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagði dómaranum að kyssa á sér rassgatið – Hefði betur sleppt því

Sagði dómaranum að kyssa á sér rassgatið – Hefði betur sleppt því
Pressan
Í gær

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur missti fótlegg í hákarlaárás

Unglingur missti fótlegg í hákarlaárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé hægt að koma upp um framhjáhald makans – Næstum allir nota sömu afsökunina

Segir að svona sé hægt að koma upp um framhjáhald makans – Næstum allir nota sömu afsökunina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi