fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

20 ára afmæli Reykjavik Internet Marketing Conference

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 12:42

Hreggviður Magnússon og Kristján Már Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaðsráðstefnan RIMC – Reykjavik Internet Marketing Conference fagnar 20 ára afmæli á þessu ári og verður haldin þann 26. september n.k. með yfirskriftinni „Á öldum tækninnar“. Sem fyrr er markmið ráðstefnunnar að auka þekkingu og kynna allt það nýjasta úr heimi stafrænnar markaðssetningar, en þetta árið verður meðal annars lögð áhersla á hvernig gervigreind hefur gjörbreytt því starfsumhverfi sem markaðsfólk býr við, eins og segir í tilkynningu.

 „Við erum á sögulegum krossgötum í markaðssetningu þar sem gervigreind er að taka yfir sífellt stærri hluta skapandi vinnu og keyrslu auglýsingaherferða,“ segir Kristján Már Hauksson, stofnandi og stjórnandi RIMC. „Það er mikilvægt að við skiljum hvernig við getum nýtt þessa tækni á áhrifaríkan hátt til að ná betri árangri.“

Aðalfyrirlesararnir sex eru framúrskarandi en þau koma frá heimsþekktum stórfyrirtækjum á borð við Google, Ikea, Getty Images og TBWA, auk stafrænna markaðsráðgjafa sem meðal annars hafa unnið fyrir tískugeirann og með risum á borð við Four Seasons, Vodafone og eBay. Þau munu sýna raundæmi um það hvernig gervigreind hefur gjörbylt starfi þeirra og starfsumhverfi og hversu mikilvæg nýsköpun á sér stað í tengslum við þær breytingar. Að loknum fyrirlestrum verða svo líflegar pallborðsumræður þar sem fleiri sérfræðingar blandast í hópinn sem Jón Örn Guðbjartsson, forstöðumaður markaðsmála hjá HÍ, stjórnar.

8 af hverjum 10 markaðsstjórum eru vongóðir um að gervigreind muni hafa jákvæð áhrif á markaðsmál og stefnu árið 2024 samkvæmt könnun Gartner á meðal markaðsstjóra í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. Enn fremur er 25% fyrirtækja nú þegar að skipuleggja innleiðingu á tækni tengdri gervigreind á næstu sex mánuðum. Þrátt fyrir mikla jákvæðni þá er líka önnur hlið gervigreindar en könnunin sýnir að 82% neytenda trúa ekki að gervigreind muni koma samfélaginu til góðs.

„Það er ótrúlegt að sjá hversu hratt gervigreind er að breyta leikreglunum,“ segir Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri The Engine Nordic og bætir við: „Við erum að sjá gervigreind ekki aðeins hafa áhrif á markaðssetningu, heldur einnig á alla þætti rekstrar og stjórnunar“.

Hann segir að framkvæmdastjórar allra TBWA stofanna á norðurlöndunum ásamt sérfræðingum í stefnumótun koma á ráðstefnuna til að læra: „Því það er brýnt að við sem atvinnugrein vinnum saman, deilum þekkingu og nýtum tæknina til að ná betri árangri og byggja upp sterkari framtíð,“ segir Hreggviður ennfremur.

Á ráðstefnunni verður fjallað um þróun í gervigreind, snjalltækjum, samfélagsmiðlum, leitarvélum og öllu því sem snýr að stafrænni markaðssetningu. „Þetta er viðburður sem markaðsfólk má ekki missa af!“ segir Hreggviður.

Áhugasömum er bent á að hægt er að kaupa miða á forsöluverði fyrir 20. ágúst á www.rimc.is

Um Reykjavik Internet Marketing Conference

Undanfarin 20 ár hefur Reykjavik Internet Marketing Conference (RIMC) verið leiðandi vettvangur fyrir stafræna markaðssetningu á Íslandi með það að markmiði að flytja þekkingu heim. Yfir 150 erlendir fyrirlesarar hafa komið á þessum tíma með mikilvæg erindi þar sem markaðsfólk hafa hlýtt á erindi og tekið praktíska þekkingu með sér heim. Meðal vörumerkja sem hafa komið eru Shopify, Nike, Facebook, Dell, Hotels.com, Vodafone, Icelandair, Lenovo, Spotify, Google, YouTube, BBC, Ericsson og fleiri hafa deilt þekkingu sinni.

RIMC er elsta stafræna markaðsráðstefna Íslands og hefur verið miðstöð nýsköpunar og lærdóms í tvo áratugi. Með þemað „á öldum tækninnar“ einblínum við þetta árið á þær umbreytingar sem eru að eiga sér stað í heimi markaðssetningar, með sérstakri áherslu á áhrif gervigreindar og tækni og hvernig markaðsstjórar og auglýsingastofur geti nýtt sér tæknina til að ná enn meiri árangri í starfi.

Ráðstefnan hefur orðið að mikilvægum vettvangi fyrir fagfólk í markaðssetningu, stjórnendur og tæknisérfræðinga til að læra um nýjustu strauma og tækifæri í stafrænum heimi. 

Ráðstefnan er í eigu The Engine Nordic.

Vefsíða ráðstefnunnar er https://rimc.is/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Áslaugu haldna ,,miklu blæti“

Sigríður segir Áslaugu haldna ,,miklu blæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“