Íslands- og bikarmeistarar Víkings leika seinni leik sinn gegn eistneska liðinu Flora Tallinn í dag.
Leikurinn, sem er liður í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA, fer fram á Lilleküla leikvanginum í Tallinn og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.
Fyrri leiknum, sem fram fór í liðinni viku á Víkingsvellinum, lauk með 1-1 jafntefli. Liðið sem kemst áfram úr þessari viðureign leikur í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Sigurvegari einvígsins fær 750 þúsund evrur fyrir sigur í kvöld eða 114 milljónir króna. Það er því gríðarlega mikið undir fyrir bókhaldið í Víkinni.
Liðið á svo vænlegan drátt í næstu umferð ef liðið kemst áfram en liðið mætir Santa Coloma frá Andorra í því einvígi. Það ætti að vera auðveld bráð.
Tómas Þór Þórðarson sagði frá því í Dr. Football að það væru í boði 474 milljónir þar ef liðið myndi vinna slakt lið frá Andorra.