Alan Shearer sérfræðingur í enska boltanum telur að Arsenal verði enskur meistari í ár og að fjórfaldir meistarar í röð, Manchester City endi í öðru sæti.
Shearer spáir því að Newcastle nái aftur inn í Meistaradeildina og taki fjórða sætið á kostnað Manchester United.
Liverpool tekur þriðja sætið en Chelsea mun enda í níunda sæti sem væri áfall miðað við alla eyðsluna hjá Chelsea.
Allir þrír nýliðarnir falla að mati Shearer en enska úrvalsdeildin hefst á morgun með leik Manchester United og Fulham.
Spá Alan Shearer:
1 Arsenal
2. Man City
3. Liverpool
4. Newcastle
5. Man United
6. Tottenham
7. Aston Villa
8. West Ham
9. Chelsea
10. Fulham
11. Brighton
12. Bournemouth
13. Brentford
14, Crystal Palace
15. Wolves
16. Nottingham Forest
17. Everton
18. Ipswich
19. Southampton
20. Leicester