Atletico Madrid hefur opnað samtali við N´Golo Kante og vilja krækja í hann eftir að Conor Gallagher yfirgaf Madríd í gærkvöldi.
Allt hefur farið úr böndunum varðandi Conor og Atletico en enski miðjumaðurinn var mættur til Spánar og búinn að ganga frá öllu.
Málið fór að verða vandræði þegar Samu Omorodion neitaði að fara frá Atletico til Chelsea.
Conor beið í Madríd í nokkra daga eftir að það var ljóst því félögin reyndu að finna lausn en fundu hana ekki.
Því flaug hann aftur til London í gær en á sama tíma fór Atletico í viðræður við Kante sem hefur áhuga á að fara frá Sádí Arabíu þar sem ahnn spilar fyrir Al-Ittihad.