ABC News skýrir frá þessu og hefur eftir Elton Bennet, aðmírál hjá strandgæslunni í Belís, að hákarlinn hafi bitið stúlkuna í hægri fótlegginn og hafi hún misst hann.
Lighthous Reef er um 80 km suðaustan við Belize City, í Hondúrasflóa, og er vinsæll áfangastaður kafara og er staðurinn talinn einn besti köfunarstaðurinn í Karíbahafinu.
Aðrir kafarar hjálpuðu stúlkunni að komast upp úr sjónum. Strandgæslan kom mjög skjótt á vettvang og tókst starfsmönnum hennar að stöðva blæðinguna og tryggja ástand stúlkunnar áður en hún var flutt með þyrlu á sjúkrahús.
Embættismenn í Belís segja mjög fátítt að hákarlar ráðist á fólk við strendur landsins.
Að meðaltali látast fimm til tíu manns árlega af völdum hárkarlaárása. Á síðasta ári létust þó fjórtán miðað við gögn frá International Shark Attack File en það Flórídaháskóli sem stendur að baki skráningunni.
Flestar hákarlaárásir eiga sér stað við strendur Ástralíu og Bandaríkjanna.