Stórlið Barcelona varð sér í raun til skammar í síðasta leik sínum á undirbúningstímabilinu sem var gegn Monaco.
Barcelona tapaði þessum leik 3-0 í einmitt Barcelona og átti aðeins tvö skot að marki Monaco.
Monaco vann leikinn 3-0 en Barcelona stillti upp ansi sterku byrjunarliði þar sem þónokkrar stjörnur voru sjáanlegar.
Inigo Martinez, Andreas Christensen, Marc Andre ter Stegen, Jules Kounde, Raphinha og Robert Lewandowski voru allir í byrjunarliði Börsunga.
Monaco yfirspilaði Barcelona á köflum í leiknum og var í heildina meira með boltann, 52 prósent gegn 48.
Stuðningsmenn Barcelona voru skiljanlega ekki ánægðir með þessa frammistöðu og hafa þónokkrar áhyggjur fyrir komandi verkefni.