Tveir danskir dómarar verða að störfum á leik Víkings R. og Tindastóls í Bestu deild kvenna á fimmtudag.
Í dómarateyminu í leiknum verður Fredrikke S∅kjær með flautuna og Anna Kjær Scmidt verður aðstoðardómari 2. Þeim til halds og trausts verða Tomasz Piotr Zietal (aðstoðardómari 1) og Reynir Ingi Finnsson (fjórði dómari). Þetta er hluti af samstarfi knattspyrnusambanda á Norðurlöndum um dómaraskipti.
Dómari: Fredrikke S∅kjær
Aðstoðardómari 1: Tomasz Piotr Zietal
Aðstoðardómari 2: Anna Kjær Schmidt
Varadómari: Reynir Ingi Finnsson