fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Beggi Ólafs segir að lífaldur hans sé 18 ár

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 10:26

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann á gott samband við sig sjálfan.

Fyrir stuttu fór hann í „ástandsskoðun“ hjá fyrirtækinu Greenfit á Íslandi og komst að því að „lífaldur“ hans er 18 ára. Beggi verður 32 ára í september.

Það er stundum talað um „lífaldur“ út frá líkamlegu ástandi. Eins og í Begga tilfelli, þá er hann á fertugsaldri en samkvæmt Greenfit er líkamleg heilsa hans á við átján ára dreng.

Ástandsskoðun kostar 69.900 krónur og um hana stendur á vef Greenfit:

„Ástandsskoðunin hjá Greenfit er allsherjar skoðun á þér og þinni heilsu og er samsett úr ýmsum mælingum. Ástandsskoðunin gefur þér góðan grunn til að átta þig á stöðunni í dag og setja þér raunhæf markmið – og ná þeim!

Mælingar sem gerðar eru í ástandsskoðun:

  • Blóðmæling
  • Efnaskiptamæling
  • Blóðþrýstingur
  • Álagsmæling
  • Öndunarmæling
  • Líkamssamsetning
  • Gripstyrkur“

Beggi deildi niðurstöðunum með fylgjendum sínum á Instagram fór síðan yfir hvernig hann bætir og viðheldur líkamlegri heilsu. Það er samt vert að taka fram að það sem virkar fyrir hann virkar ekki endilega fyrir aðra. Þegar kemur að heilsu og næringu er alltaf best að hlusta á lækna, næringarsérfræðinga og aðra menntaða sérfræðinga á þessu sviði.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Beggi lyftir sex sinnum í viku og skiptir um prógramm á fjögurra vikna fresti. Hann fer út að hlaupa tvisvar til þrisvar í viku.

Hann telur ekki hitaeiningar en segist borða „hreint“ fæði. Mestmegnis prótein og fitu og takmarkað af kolvetnum. Hann hætti að fasta fyrir ári síðan og borðar fjórum sinnum á dag. Hann drekkur sjaldan áfengi og ef hann gerir það þá er það viskí eða gin og tónik.

Beggi passar vel upp á svefninn og sefur sjö til átta klukkutíma á nóttu. Hann hættir að neyta koffíns eftir klukkan tíu á morgnanna.

Besta ráðið

Beggi hefur verið virkur á samfélagsmiðlum undanfarið og deildi á dögunum sínu besta ráði til að auka afköst: Vakna snemma og vinna.

„Ég var aldrei manneskjan sem vaknaði snemma, en í dag vakna ég yfirleitt klukkan fimm. Ávinningur þess að vakna snemma er svakalegur. Þú ert ekki að gera neitt merkilegt síðustu einn til tvo klukkutímana áður en þú ferð að sofa, þú gætir alveg eins farið fyrr að sofa,“ segir hann.

„Að geta einbeitt þér að mikilvægustu verkefnum dagsins í tvo til þrjá tíma er ofurhetjukraftur í nútímaheiminum. Ef þú getur gert þessa tvo hluti þá áttu eftir að auka afköst.“

Einn fylgjandi hans benti á að það búa ekki allir við þann lúxus að geta tileinkað sér þetta, eins og foreldrar ungra barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sló heimsmetið og svaf hjá 1057 karlmönnum á 12 tímum – Svona fór hún að því

Sló heimsmetið og svaf hjá 1057 karlmönnum á 12 tímum – Svona fór hún að því
Fókus
Í gær

Reynir Traustason fékk áfall um áramótin og ákvað að gera eitthvað í sínum málum – „Ég var með yfirbragð rúllupylsu“

Reynir Traustason fékk áfall um áramótin og ákvað að gera eitthvað í sínum málum – „Ég var með yfirbragð rúllupylsu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“