fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Inga segir illa farið með konurnar sem sinntu einu mikilvægasta starfi sem til er

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru kon­urn­ar sem eiga eng­in líf­eyr­is­sjóðsrétt­indi og hafa eng­ar aðrar tekj­ur en greiðslur al­manna­trygg­inga,“ segir Inga Sæland, þingkona og formaður Flokks fólksins.

Inga skrifar aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún segir illa farið með þær konur sem voru heimavinnandi húsmæður á árum áður.

„Á árum áður eyddu marg­ar kon­ur starfsæv­inni sem heima­vinn­andi hús­mæður og það er dap­urt hvað eitt mik­il­væg­asta starf sem til er, hef­ur hlotið allt of litla virðingu sam­fé­lags­ins,“ segir Inga í grein sinni og bætir við:

„Fá störf eiga eins mikla og virðingu skylda og að ala upp börn­in sín og ann­ast af alúð.“

Inga segir að nú sé það svo þegar börnin eru uppkomin og konurnar sjálfar komnar á efri ár þá bíði ekkert annað en sára fátækt.

„Þakk­irn­ar eru heilsu­leysi og höfn­un sam­fé­lags­ins. Þetta eru kon­urn­ar sem eiga eng­in líf­eyr­is­sjóðsrétt­indi og hafa eng­ar aðrar tekj­ur en greiðslur al­manna­trygg­inga. Með öðrum orðum, þá eru þetta ömm­urn­ar okk­ar sem búa við sára fátækt í okk­ar ríka landi,“ segir hún.

Inga segir að litla hjálp sé að fá þegar heilsan bregst og tími er kominn á aðstoð. Hún segir að hver ríkisstjórnin á fætur annarri hafi rekið skortstefnu í uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Biðlistar hrannist upp þar sem fjöldi fárveiks eldra fólks má bíða eftir örygginu og umhyggjunni sem þau sárlega þarfnast á lokaæviskeiði sínu.

„Hvernig vegn­ar þeim kon­um sem nú er að ná eft­ir­launa­aldri? Það er sorg­legt að þurfa að viðurkenna að fjórðung­ur þeirra á aldr­in­um 63 til 66 ára hef­ur al­gjör­lega misst heils­una og eru orðnar ör­yrkj­ar. Þetta er kyn­slóð kvenna sem ól önn fyr­ir börn­un­um og sáu um hús­verk­in, bakst­ur­inn, elda­mennsk­una, auk þess að vinna utan heim­il­is þar sem í landi tæki­fær­anna þurftu og þurfa all­ir sem vett­lingi geta valdið að vinna fyr­ir pen­ing­um til að geta lifað af það okur sem hér hef­ur verið við líði meiri hluta lýðveld­is­sög­unn­ar. Hér er ég auðvitað að tala um það sem er al­mennt en ekki þá sem hafa skarað eld að eig­in köku og láta sér standa á sama um allt og alla nema sig og sína.“

Inga segir að þessar fullorðnu konur séu nú útslitnar og fái enga umbun erfiðisins. Þeirra bíði ekkert nema óöryggi og basl efri áranna.

Inga kveðst að lokum vera stolt af því að á Alþingi sé Flokkur fólksins lang öflugasti málsvari þeirra þúsunda sem stjórnvöld hafa múrað inni í rammgerðri fátækt. „Flokk­ur fólks­ins lýt­ur höfði í auðmýkt og þakk­læti til alls þessa fólks og van­met­inna verk­anna sem þau hafa unnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Í gær

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu