Martin Zubimendi hefur hafnað því að ganga í raðir Liverpool en frá þessu greinir Fabrizio Romano í kvöld.
Zubimendi hefur verið á óskalista Liverpool í allt sumar og var félagið vongott um að næla í spænska landsliðsmanninn.
Romano greinir frá því að hann sé nú búinn að láta Liverpool vita að áhuginn sé ekki til staðar og vill vera áfram hjá Real Sociedad.
Romano segir einnig að laun Zubimendi hefðu hækkað verulega í Liverpool en ást hans á Sociedad er einfaldlega mikilvægari.
Hann er opinn fyrir því að framlengja við Sociedad og er líklegt að nýr samningur verði á borðinu á næstu dögum.