Eduardo Camavinga var aðhlátursefni á Instagram liðsfélaga síns, Jude Bellingham, í gær eftir mynd sem hann birti á samskiptamiðlinum.
Bellingham birti mynd af nýrri hárgreiðslu Camavinga sem er franskur og er mikilvægur hlekkur í liði Real.
Bellingham er sjálfur mikilvægur fyrir Real en hann er að snúa aftur eftir að hafa spilað með enska landsliðinu á EM í sumar.
,,Leikurinn er farinn,“ skrifaði Bellingham er hann birti mynd af hárgreiðslu Camavinga sem áttaði sig ekki á myndavélinni.
Dæmi nú hver fyrir sig en þetta má sjá hér.