fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Morgunblaðsmenn orðnir þreyttir á afskiptum ritstjórans aldna

Eyjan
Mánudaginn 12. ágúst 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkurrar óþreyju mun tekið að gæta hjá ýmsum blaðamönnum Morgunblaðsins vegna þaulsetu Davíðs Oddssonar á ritstjórastól blaðsins. Orðið á götunni er að þrátt fyrir að ritstjórinn aldni hafi það fyrir vana að mæta til vinnu seint og um síðir og dvelja skamma stund á vinnustað sé fátt sem hann telji sér óviðkomandi varðandi efni og efnistök blaðsins og annarra miðla Árvakurs. Afskipti ritstjórans af stóru sem smáu fari mjög fyrir brjóstið á blaðamönnum, sem margir hverjir búa yfir yfirgripsmikilli reynslu í sínu fagi, reynslu sem spanni ár og jafnvel áratugi.

Orðið á götunni er að ritstjórinn, sem svo sjaldséður er á vinnustað, telji ekki eftir sér að segja virtum sérfræðingum á sínu sviði til um það hvernig þeir skuli haga sínum störfum og hvernig hollast sé að nálgast viðfangsefnin.

Athygli hefur vakið hversu lausan taum og frjálsar hendur tilteknir blaðamenn virðast hafa og eru þar helst nefndir til sögunnar þeir Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon. Þeir þykja bergmála ritstjórann og skoðanir hans. Orðið á götunni er að þegar kemur að aðdáun ritstjórans á Donald Trump og bandaríska Repúblikanaflokknum og andúð hans á frambjóðendum demókrata, fyrrverandi og núverandi, sé mælirinn óðum að fyllast hjá þeim sem taka vinnu sína alvarlega og muna þá daga er Morgunblaðið var virtasti fjölmiðill landsins.

Orðið á götunni er að margir blaðamenn Morgunblaðsins furði sig á því að eigendur blaðsins skuli sætta sig við að ritstjóri blaðsins grafi stöðugt undan trúverðugleika þess og virðingu með skrifum sínum um menn og málefni og afskiptum af jafnvel einstökum verkefnum reyndra blaðamanna.

Alþekkt er að ritstjóri Morgunblaðsins hefur meira en lítið gaman af því að segja sögur, og þá aðallega frægðarsögur af honum sjálfum eða af vandræðagangi annarra. Orðið á götunni er að blaðamenn séu farnir að forðast mötuneyti blaðsins upp úr hádegi á daginn þar sem algengt sé að festast þá í klóm ritstjórans, sem gjarnan leggi leið sína í mötuneytið á þessum tíma – þá nýkominn á vinnustað – og krói af undirmenn sína, einn eða fleiri, til að deila með þeim úr sagnabrunni sínum. Sú gísling er sögð geta staðið í hálfa til heila klukkustund, sem vitaskuld er afleitt á miðjum vinnudegi hjá vinnandi fólki, sem þarf að skila af sér verkefnunum til að blað næsta dags komi út á tíma, auk þess sem hetjusögurnar séu flestar orðnar margendurteknar. Þannig sé ritstjórinn aldni beinlínis farinn að þvælast fyrir á vinnustað.

Orðið á götunni er að margir starfsmenn Árvakurs telji orðið dagana í þeirri von að senn dragi að því að ritstjórinn þaulsetni láti sig hverfa. Áður var það algild regla að allir starfsmenn Árvakurs urðu að láta af störfum við sjötugsaldur. Næsti afmælisdagur ritstjórans verður sá 77. og orðið á götunni er að mörgum finnist komið gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?