fbpx
Mánudagur 12.ágúst 2024
Fókus

Þessir staðir og fyrirbrigði á Íslandi segja ferðamenn að séu ofmetin

Fókus
Mánudaginn 12. ágúst 2024 19:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt lýst hafi verið yfir áhyggjum af fækkun ferðamanna hér á landi er ekkert lát á umræðum á samfélagsmiðlum um hvert sé best að fara og hvað sé best að gera þegar haldið er í ferðalag til Íslands. Á samfélagsmiðlinum Reddit er spjallþráður undir heitinu VisitingIceland og þar bætast við innlegg á hverjum degi. Fyrir nokkrum dögum lagði einstaklingur fram spurningu á spjallþræðinum. Viðkomandi segist vera á leiðinni til Íslands eftir nokkrar vikur og sé enn að skipuleggja ferðina. Einstaklingurinn biður þau sem hafa komið til Íslands að nefna staði eða fyrirbrigði á landinu sem séu ofmetin og ekki þess virði að skoða. Óhætt er að segja að svörin séu margvísleg og þar kenni ýmissa grasa. Hér verða aðeins nefnd nokkur dæmi.

Það sem er einna oftast nefnt er flugvélarflakið á Sólheimasandi:

„Ég fór þangað og ég bara næ þessu ekki. Ég myndi ekki taka mynd af mér með ruslinu sem fólk skilur eftir fyrir sorphirðumenn í mínum heimabæ og ég gerði það ekki við flugvélarflakið. Ég held að fólki líki við andstæðurnar, svartan sandinn og hvítt flugvélarflakið, en íslensk náttúra býður hins vegar upp á slíkar andstæður á öðrum stöðum.“

Fleiri en einn aðili segist hafa skoðað flakið áður en það var almennt uppgötvað af ferðamönnum. Nú sé ekki eins gaman að skoða flakið vegna stöðugs mannfjölda. Aðrir segja að það sé allt í lagi að skoða flakið en það sé ekki það merkilegt að þörf sé á því að taka sérstaklega á sig krók til að fara þangað.

Ekkert nema minjagripabúðir

Einn einstaklingur nefnir Skólavörðustíg í Reykjavík sem þekktur er meðal ferðamanna undir heitinu „Rainbow Street“:

„Hann er aðallega endalaus keðja af minjagripabúðum.“

Gullni hringurinn (Gullfoss, Geysir og Þingvellir) hefur löngum verið hryggjarstykkið í íslenskri ferðaþjónustu. Nokkrir einstaklingar segja í þræðinum að hann sé ofmetinn og á honum sé allt of mikið af fólki. Þó nokkur andmæla hins vegar þessari skoðun og segja sum hver að best sé að fara snemma af stað að morgni til að sleppa við mestu ösina.

Þó nokkur nefna Geysi sérstaklega og Bláa Lónið. Einum einstaklingi fannst hvorki mikið til Geysissvæðisins né Jökulsárlóns koma:

„Jökulsárlón er nokkuð langt í burtu frá Vík þar sem við gistum fyrri hluta ferðarinnar. Það var mjög lítill ís á lóninu og aksturinn var ekki þess virði. Ef þú hefur einhvern tímann komið í Yellowstone-þjóðgarðinn þá myndi ég ekki mæla með því að stoppa við Geysi. Jarðhitafyrirbrigðin í Yellowstone er miklu merkilegri að mínu mati en ef þú hefur aldrei séð goshveri eða náttúrulaugar þá ættirðu að stoppa þarna í stutta stund.“

Einhverjir nefna Bæjarins beztu pylsur en einn segir meðal annars að þau sem mæli með pylsunum þar hafi greinilega ekki borðað pylsur áður.

Einn einstaklingur gengur svo langt að nefna eitt krúnudjásna íslenskrar ferðaþjónustu, sjálf norðurljósin:

„Já, það er magnað að sjá norðurljósin en það eru miklu minni líkur á að sjá þau en flestir virðast halda. Dauf norðurljós eru bara græn rák á himninum, sem veldur vonbrigðum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta segja Íslendingar að hafi breyst til hins betra á Íslandi á síðustu tíu árum

Þetta segja Íslendingar að hafi breyst til hins betra á Íslandi á síðustu tíu árum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna Kristjáns hugar að heimför: „Einsemdin er farin að naga mig“

Anna Kristjáns hugar að heimför: „Einsemdin er farin að naga mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagna endalokum Veislunnar – „Neiii sko, eru afleiðingar af slæmri hegðun – hverjum hefði dottið það í hug“

Fagna endalokum Veislunnar – „Neiii sko, eru afleiðingar af slæmri hegðun – hverjum hefði dottið það í hug“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna afhjúpar blekkingarleik athyglissjúkrar Jennifer Lopez – „Hvers vegna þarf hún að skara eld að sinni eigin köku“

Raunveruleikastjarna afhjúpar blekkingarleik athyglissjúkrar Jennifer Lopez – „Hvers vegna þarf hún að skara eld að sinni eigin köku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sláandi fyrir og eftir myndir sýna skemmdirnar í Herjólfsdal eftir Þjóðhátíð

Sláandi fyrir og eftir myndir sýna skemmdirnar í Herjólfsdal eftir Þjóðhátíð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur Laufdal selur í Garðabænum

Ólafur Laufdal selur í Garðabænum