fbpx
Mánudagur 12.ágúst 2024
Fókus

Gríðarleg gróska í íslensku jazzsenunni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. ágúst 2024 09:01

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík Jazz fer fram dagana 27. ágúst – 1. september. Hátíðin hefur verið haldin árlega allt frá árinu 1990 og er næst elsta tónlistarhátíð landsins af þeim tónlistarhátíðum sem enn eru starfræktar. 

Hátíðin er vettvangur alls þess helsta sem gerist á sviði innlendrar jazztónlistar og hefur oft verið kölluð uppskeruhátíð innlends jazztónlistarfólks.

„Meginmarkmið Reykjavík Jazz er að styðja við og kynna jazztónlist og bjóða tónlistarfólki og jazzunnendum upp á framúrskarandi vettvang og umgjörð þar sem þeir geta flutt og notið áheyrnar þess besta sem gerist í innlendri og erlendri jazztónlist,“ að sögn Péturs Oddbergs Heimissonar, framkvæmdastjóra og formanns stjórnar Reykjavík Jazz.  

Með honum í stjórn sitja Rebekka Blöndal, söngkona og meðstjórnandi og Sigmar Þór Matthíasson, bassaleikari og meðstjórnandi en stjórnin var kosin á aðalfundi Reykjavík Jazz í lok janúar. 

Mynd: Aðsend

„Stjórnin hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi hátíðarinnar síðastliðna mánuði.

Stjórn leggur áherslu á þá gríðarlegu grósku sem á sér stað í jazzsenunni hér á landi þar sem fjöldi íslensks jazztónlistarfólks í fremstu röð kemur vikulega fram á tónleikum víðs vegar um bæinn. Við hlökkum til að koma saman, gleðjast, fagna saman og njóta fjölbreyttrar jazztónlistar.“

Lögð er áhersla á að bjóða upp á tónleika með erlendu jazztónlistarfólki í fremstu röð og á hátíðinni í ár verður tónlistarfólk frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku, Austurríki, Grikklandi og Færeyjum.

Mynd: Aðsend

Tónleikar á hátíðinni í ár fara fram í Hörpu, Fríkirkjunni í Reykjavík, Jómfrúnni, SKY bar, Jörgensen Kitchen & Bar, BIRD, Óháða söfnuðinum og Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding mun bjóða upp á tónleika með Jazzcruise Brassband á einum af hvalaskoðunarbáti fyrirtækisins.

Í samstarfi við Menntaskóla í Tónlist (MÍT) verður boðið upp á námskeið með tveimur erlendum flytjendum, þeim Jens Larsen, gítarleikara og Chris Speed, saxófónleikara frá Bandaríkjunum sem er Íslendingum góður kunnugur. 

Að auki verða svokallaðir showcase tónleikar þar sem nýútskrifaðir nemendur við Jazzdeild MÍT koma fram á nýjum tónleikastað sem kallast BIRD.

 

Mynd: Aðsend

Allar upplýsingar má finna á Reykjavík Jazz.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nafnlaus frásögn af ótrúlegu faðernismáli á Akranesi vekur athygli – „Eru orð karlmanna engan vegin trúverðug eða er hægt að leika sér svona að okkur“

Nafnlaus frásögn af ótrúlegu faðernismáli á Akranesi vekur athygli – „Eru orð karlmanna engan vegin trúverðug eða er hægt að leika sér svona að okkur“
Fókus
Í gær

Frægu vinirnir hafi snúið baki við hertogahjónunum

Frægu vinirnir hafi snúið baki við hertogahjónunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað eru efnarákirnar á himninum og er þetta eitt risastórt samsæri

Hvað eru efnarákirnar á himninum og er þetta eitt risastórt samsæri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta segja Íslendingar að hafi breyst til hins betra á Íslandi á síðustu tíu árum

Þetta segja Íslendingar að hafi breyst til hins betra á Íslandi á síðustu tíu árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kim Kardashian finnur til með Biöncu Censori

Kim Kardashian finnur til með Biöncu Censori
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sláandi fyrir og eftir myndir sýna skemmdirnar í Herjólfsdal eftir Þjóðhátíð

Sláandi fyrir og eftir myndir sýna skemmdirnar í Herjólfsdal eftir Þjóðhátíð