fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Pressan

Þvert á það sem talið var urðu börn almennt ekki mjög veik af COVID-19 – Nú er ástæðan ljós

Pressan
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítil börn eru nánast smitsprengjur, þau draga nær allar sýkingar til sín og eru nánast alltaf aðeins veik. Þetta kannast allir foreldrar við.

En þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á 2020 var þessari mynd nánast snúið á hvolf. Þvert á það sem sérfræðingar áttu von á, þá urðu, og verða, langflest börn ekki sérstaklega mikið veik af völdum kórónuveirunnar ólíkt því sem á við um fullorðna.

Nú telja sérfræðingar sig hafa fundið ástæðuna fyrir þessu en hana er að finna í nefinu og ekki síður í öllum þeim fjölda veira og baktería sem lítil börn komast í sífellu í snertingu við.

Niðurstöður margra rannsókna benda til að ákveðnar frumur, sem kallast þekjufrumur, sem eru hluti af hinu meðfædda ónæmiskerfi okkar, séu virkari í nefi barna en fullorðinna.

Í rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Experimentel Medicine, kemur fram að ástæðan fyrir þessu sé að börn séu sífellt að berjast við sýkingar.

Þekjufrumur eru frumur sem eru frumulagið sem skilur innra lag okkar frá því ytra. Þær gegna sama hlutverki og húðfrumur á húðinni, þær eru hindrun í slímhimnum okkar, þar á meðal slímhimnunni nefinu.

Þetta gerir að verkum að ónæmisvarnir barna eru meira og minna með mikla virkni og þar með eru þau ekki eins móttækileg fyrir öðrum sýkingum, þar á meðal kórónuveirunni sagði Allan Randrup Thomsen, prófessor í veirufræði við Kaupmannahafnarháskóla, í samtali við TV2.

Hann sagði að þetta passi vel við þá mynd sem við höfum oft af börnum á ákveðnum aldri, að þau séu næstum alltaf kvefuð. Það geri að verkum að næsta sýking getur ekki náð fótfestu í slímhimnunni og verður þar með ekki alvarleg því börnin eru með mjög virkar og ágengar varnir. Þessar varnir koma ekki í veg fyrir að börnin smitist en þau verða hins vegar ekki alvarlega veik.

Thomsen sagði að þetta sé greinilegasti munurinn á milli barna og fullorðinna þegar kemur að kórónuveirunni.

Í annarri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Microbiology, kemur fram að þekjufrumurnar í nefi barna komi fyrr til varna en hjá fullorðnum og geti þar með fyrr byrjað að berjast gegn sýkingum. Rannsóknin sýndi einnig fram á að það dregur úr virkni frumnanna eftir því sem fólk eldist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sat saklaus í fangelsi í 17 ár – Krafinn um 18 milljónir fyrir „fæði og húsnæði“

Sat saklaus í fangelsi í 17 ár – Krafinn um 18 milljónir fyrir „fæði og húsnæði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blóðmóðir Simone Biles grátbiður hana um fyrirgefningu

Blóðmóðir Simone Biles grátbiður hana um fyrirgefningu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hákarlinn rifjar upp samtalið sem lét hann missa trúna á Trump – „Og þetta er hver hann er“

Hákarlinn rifjar upp samtalið sem lét hann missa trúna á Trump – „Og þetta er hver hann er“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Strangar loftkælingareglur valda svitakófi

Strangar loftkælingareglur valda svitakófi