fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024
Pressan

Afhjúpar leyndarmálið um hvernig „evrópska erfðamengið“ varð til

Pressan
Laugardaginn 17. ágúst 2024 13:30

Þá vitum við hvernig erfðamengið varð til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að nota hátækni aðferðir til að greina erfðamengi fólks, sem var jarðsett í 4.500 ára gömlu grafhýsi í Bréviandes-les-Pointes, sem er nærri franska bænum Troyes, hafa vísindamenn öðlast nýja og óvænta vitneskju.

Live Science segir að í grein í vísindaritinu Science Advances sé þessu lýst og skýrt hvernig núverandi erfðamengi Evrópumanna varð til.

Erfðamengi okkar er allar þær erfðafræðilegu upplýsingar sem DNA í okkur inniheldur. Það endurspeglar að hluta sögu forfeðra okkar.

Erfðamengi nútíma Evrópubúa mótaðist á rúmlega 40.000 árum og er afleiðing af fólksflutningi til álfunnar og blöndun ólíkra hópa.

Grunnur erfðamengisins er frá fámennu samfélagi veiðimanna og safnara sem var eitt í Evrópu þar til fyrir um 8.000 árum þegar fólk kom frá Anatólíu og Eyjahafi. Þetta voru afkomendur þeirra sem fundu upp landbúnað og byrjuðu að halda húsdýr. Þessir aðkomnu bændur blönduðust við veiðimennina og safnarana og lögðu þar með sitt af mörkum hvað varðar erfðamengi nútíma Evrópumanna.

Fyrir 5.000 til 4.000 árum síðan komu hirðingjar frá sléttunum norðan við Svartahaf og blönduðust við fólkið sem var fyrir í álfunni og lögðu sitt af mörkum til erfðamengisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Góðgerðasamtök dreifðu brjóstsykri sem innihélt metamfetamín

Góðgerðasamtök dreifðu brjóstsykri sem innihélt metamfetamín
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Uppáhald“ Trump rekin úr starfi – Braut mikilvægt ákvæði

„Uppáhald“ Trump rekin úr starfi – Braut mikilvægt ákvæði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur