Aron Einar Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Þór í Lengjudeild karla í dag er liðið mætti Njarðvík.
Aron kom inná sem varamaður en leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem Njarðvík tók upphafleg 2-0 forystu.
Aron átti flotta innkomu fyrir heimaliðið og lagði til að mynda upp jöfnunarmarkið á 79. mínútu.
Dalvík/Reynir fékk þá þrjú mikilvæg stig en liðið lagði Gróttu í fimm marka leik.
Þór 2 – 2 Njarðvík
0-1 Dominik Radic
0-2 Dominik Radic
1-2 Birkir Heimisson(víti)
2-2 Vilhelm Ottó Biering Ottósson
Grótta 2 – 3 Dalvík/Reynir
0-1 Freyr Jónsson
1-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson
1-2 Hassan Jalloh
1-3 Áki Sölvason
2-3 Pétur Theódór Árnason