fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Fórnarlamb líffæraþjófnaðar í kínversku fangelsi stígur fram – Missti lunga og lifur

Pressan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 20:30

Cheng Pei Ming segist vera fórnarlamb líffæraþjófnaðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn kínverski Cheng Pei Ming er sagður vera fyrsta fórnarlamb líffæraþjófnaðar í kínversku fangelsi sem lifir hið hroðalega ofbeldi af og nær að segja frá því. Breski miðillinn The Sun fjallaði um sögu Ming sem var að eigin sögn handtekinn og fangelsaður fyrir að iðka Falun Gong-trú sína í óþökk kínverskra stjórnvalda.

Ming var handtekinn árið 2002 á mótmælum gegn ofsóknum á hendur Falun Gong-liðum og dæmdur í kjölfarið í átta ára fangelsi. Eftir að hafa dúsað í fangelsi í nokkurn tíma var hann skyndilega fluttur gegn vilja sínum á sjúkrahús. Ming segir að þar hafi átt að neyða hann til þess að skrifa undir samþykki um ótilgreinda skurðaðgerð en eftir að hann neitaði því staðfestlega var hann tekinn höndum og sprautaður niður. Þegar hann kom aftur til meðvitundar lá hann sjúkrarúmi, handjárnaður við það, og með sáraumbúðir á síðunni og ýmsar leiðslur í líkamanum.

Tvö ár liðu í fangelsinu og þá var Ming aftur fluttur á sjúkrahús og ætlunin að gera á honum aðgerð. Í það skipti náði hann hins vegar að flýja af sjúkrahúsinu og lagði á flótta til Tælands þar sem hann fór huldu höfði um árabil. Að endingu náði hann að flytja til Bandaríkjanna árið 2020. Við læknisskoðun vestra kom síðan í ljós að hluti af vinstra lunga hans og lifur hafði verið fjarlægt.

Í umfjöllun The Sun er haft eftir prófessornum Wendy Rogers, sem fer fyrir samtökum sem berjast fyrir því að stöðva líffæraþjófnað í Kína, að hún viti ekki hví aðeins hluti af líffærum Ming hafi verið fjarlægð. Hann hafi ekki þjáðst af neinum sjúkdómum sem réttlætt gætu slíkt inngrip. Stundum þurfi aðeins hluta líffæra þegar ætlunin er að græða þau í börn en prófeesor Rogers segist ekki geta sagt til um að það hafi verið ætlunin.

Lengi hefur verið orðrómur um að blómleg viðskipti með líffæri fanga séu stunduð í kínverskum fangelsum en því hafa kínversk stjórnvöld staðfastlega neitað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við