fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Simmi rifjar upp þegar Stefán læknir kom honum til bjargar í World Class

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. ágúst 2024 13:44

Stefán Eggertsson læknir, Simmi Vill og Ívar Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, kallaður Simmi Vill, rifjar upp þegar hann var fluttur á spítala frá World Class í Laugum.

Simmi segir söguna í nýjasta þætti af hlaðvarpinu 70 mínútur. Hann og Hugi Halldórsson, hinn stjórnandi þáttarins, voru að ræða um morfín.

„Ég hef einu sinni fengið morfín, þegar ég fékk morfínið sagði ég bara já við miðju soninn um að fá gat í eyrað,“ segir Simmi.

Þetta var eldsnemma um morguninn og fáir á ferð.

„Stefán [Eggertsson] læknir, pabbi hans Óla Stef, hann kom mér til bjargar,“ segir Simmi.

„Þetta var ekki brjósklos þetta var útbungun en nóg til að ég lamaðist fyrir neðan mitti á stigavélinni í World Class í Laugum. Klukkan var 6:15 um morguninn og það var bara Ívar Guðmundsson og Stefán læknir þarna.“

Simmi man meira að segja hvaða dag þetta var, þann 18. júní, þar sem hann og þáverandi eiginkona hans áttu brúðkaupsafmæli og ætluðu út að borða um kvöldið. Simmi hafði skilið eftir símann sinn í búningsklefanum og gat því ekki hringt í hana til að láta vita hvað hafði gerst. En hún frétti það fljótlega.

Ívar tilkynnti fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum stöðu mála.

„Ívar Guðmundsson póstaði þessu á Snapchat, Instagram eða Facebook eða eitthvað, þar sem ég ligg þarna,“ segir Simmi.

Í kjölfarið birti DV frétt um málið og þannig komst barnsmóðir Simma að því að hann væri ekki á leiðinni út að borða með henni. Miðju sonurinn fékk þó sínu framgengt og mætti aftur seinna um daginn á sjúkrahúsið með lokk í eyranu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín Tómas: Það er hægt að vinna úr framhjáhaldi

Kristín Tómas: Það er hægt að vinna úr framhjáhaldi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín Tómas: Algengustu vandamálin í parasamböndum

Kristín Tómas: Algengustu vandamálin í parasamböndum