fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt

Eyjan
Laugardaginn 17. ágúst 2024 06:06

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góði dátinn Svejk í sögu Miroslav Hasek endaði gjarnan samræður á þessum orðum: „Og sjálfur er ég ekki vel góður.“ Engin skýring var þó gefin á þessum óræðu veikindum. Síðustu 2-3 árin hef verið í alls konar rannsóknum í flottustu og dýrustu tækjum landsins vegna óþæginda frá hjarta. Lengi vel fannst engin skýring en nú þetta allt að koma. Hjartaómun og sneiðmyndarannsóknir sýna að hjartað í mér sé allt of stórt. Það hljómar ekki vel fyrir áhugamann um Íslendingasögur.

Mikið er fjallað um hjartasjúkdóma í fornsögum. Í Sturlungu er sagt frá Ara sterka frá Staðastað sem fór með Guðnýju móður Snorra Sturlusonar í skemmtiferð til Noregs (!). Ari fór að hjálpa nokkrum heimamönnum sem voru að bera siglutré. Þeir hlupu undan byrðinni svo að Ari stóð einn. Hann hné þá niður örendur af þessari óvæntu áreynslu. Ómennið Þórólfur bægifótur í Eyrbyggja sögu fékk kransæðastíflu yfir kvöldmatnum. Hann sat í öndvegi en mataðist ekki öllum til furðu. Smám saman uppgötvuðu menn þó að hann var dauður svo að komin var skýring á lystarleysinu. Þórólfur átti lengra líf fyrir höndum því að hann gekk aftur og var allra drauga erfiðastur þrátt fyrir ónýtar kransæðar. Hjartveikin fylgir manni því ekki inn í eilífðina.

Fornmenn töldu hjartað aðsetur sálarlífs og hugrekkis. Það átti að vera lítið og grjóthart eins og í Þorgeiri Hávarssyni. Höfundur Fóstbræðrasögu segir að í stórum hjörtum sé of mikið af blóði og því fylgdi hræðsla og vesaldómur. Þessi hjartastækkun mín skýrir því bæði mæði og almennan aumingjaskap og auk þess alla ákvarðanafælnina og hleðslukvíðann þegar við áttum rafmagnsbílinn. Öll mín geðrænu vandamál má rekja til hjartans. Þannig fæst á endanum skýring á öllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
EyjanFastir pennar
27.02.2025

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust
EyjanFastir pennar
27.02.2025

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!