fbpx
Laugardagur 10.ágúst 2024
Fókus

Trompaðist þegar blaðamaður spurði hana óvæntrar spurningar og köld í garð manns síns – „Hún þolir ekki þegar Harry talar“

Fókus
Föstudaginn 9. ágúst 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Robert Jobson sem hefur helgað sig málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir að hertogaynjan, Meghan Markle, hafi fengið áfall þegar hún komst að því að Harry Bretaprins þótti ekkert sérstaklega mikilvægur konunglegu fjölskyldunni. Þegar hún heimsótti höllina fyrst með honum eftir að þau tóku saman árið 2016 hafi henni virst sem að Harry væri óvinsælasti fjölskyldumeðlimurinn.

Jobson skrifar í nýrri bók sinni: „Þegar þau fóru til að fá sér drykk í íbúð Vilhjálms og Katrínar í höllinni þá varð hún víst slegin yfir þessum muni milli bræðranna. Meghan áttaði sig á því að Vilhjálmur var hærri Harry í goggunarröðinni þar sem hann er krónprins, en hún taldi að þar sem Harry var líka konunglegur prins, þá ætti hann skilið meiri veraldleg gæði.“

Jobson segir að þessi stigsmunur hafi farið í taugarnar á henni. Harry hafi líka skammast sín þegar hún heimsótti heimili hans í Bretlandi þar sem honum þótti nýbýlið ekki sæma prins.

Harry skrifaði í endurminningum sínum að hann hafi verið spenntur að fá Meghan fyrst í heimsókn eftir að þau tóku saman, en þá bjóð hann í konunglegu húsnæði sem kallast Nottingham Cottage við Kengsington höll. Nottingham kotið er lítið þriggja herbergja kot með bara einu baðherbergi.

„Ég var spenntur að taka á móti Meghan á heimili mínu, en ég skammaðist mín líka. Nott Cott er engin höll“

Eftir að Meghan og Harry giftu sig gaf Elísabet drottning þeim nýtt heimili, Frogmore kotið sem er töluvert stærra, með fimm svefnherbergi. Hjónin eyddi svo rúmlega 400 milljónum í að gera kotið upp áður en þau fluttu inn. Þau bjuggu þó ekki lengi í kotinu. Þau giftu sig árið 2018 en árið 2020 stungu þau af frá Bretlandi til að hefja nýtt líf í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur kotið staðið autt.

Jobson segir að fleira hafi farið í taugarnar á Meghan við goggunarröðina í höllinni. Til dæmis hafi hún ekki mátt nota alla konunglegu skartgripina sem hún vildi.

Annar rithöfundur sem skrifar um bresku konungsfjölskylduna, Angela Levin, greindi frá því á dögunum að Meghan hafi trompast eftir nýlegt viðtal við hertogahjónin. Viðtalið birtist á CBS um helgina og þar ætluðu hjónin að ræða um hættur netsins og um góðgerðarstarfsemi sína. Meghan var þá óvænt spurð út sjálfsvígshugsanir sem hún hefur sagst hafa glímt við þegar hún bjó í höllinni. Meghan hafi komist í mikið uppnám við þessa spurningu, enda ekki samþykkt hana fyrirfram. Eftir að viðtalinu lauk hafi hún látið óánægju sína í ljós.

„Þegar viðtalinu lauk þá öskraði hún víst á tökuliðið og var virkilega reið yfir þessari spurningu. Það má ekki gera svona hvað Meghan varðar því hún þarf alltaf að hafa stjórnina. Maður gat augljóslega séð að hún varð brjáluð og átti erfitt með að halda aftur að reiðinni.“

Sérfræðingar í líkamstjáningu hafa greint viðtalið og telja að spenna ríki milli hjónanna. Harry virtist leiðast og ekki vera með athyglina við viðtalið. Meghan hafi verið köld gagnvart manni sínum og virtist fara í taugarnar á henni þegar hann hafði orðið.

„Þetta er sama stefið í gegnum viðtalið, hún þolir ekki þegar Harry talar. Hún leit á hann með svo hvössu augnaráði og svo hræðilegum svip því hún vildi ekki að hann talaði, eða svo met ég það. Hann virðist týndur. Ég held að hann sé ekki á góðum stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kim Kardashian finnur til með Biöncu Censori

Kim Kardashian finnur til með Biöncu Censori
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sláandi fyrir og eftir myndir sýna skemmdirnar í Herjólfsdal eftir Þjóðhátíð

Sláandi fyrir og eftir myndir sýna skemmdirnar í Herjólfsdal eftir Þjóðhátíð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðakona reyndi nýjasta æðið á TikTok en gafst upp yfir Íslandi – „Það er annað að gera ekkert um borð í flugvél“

Blaðakona reyndi nýjasta æðið á TikTok en gafst upp yfir Íslandi – „Það er annað að gera ekkert um borð í flugvél“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ræddu viðhorf Dana til Íslendinga – „Danir eru Flanders og Íslendingar eru Hómer“

Ræddu viðhorf Dana til Íslendinga – „Danir eru Flanders og Íslendingar eru Hómer“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klámmyndafyrirtæki býður Ammirati stóran samning – „Ég myndi verðlauna hann fyrir það sem allir sáu“

Klámmyndafyrirtæki býður Ammirati stóran samning – „Ég myndi verðlauna hann fyrir það sem allir sáu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer bálreið og upplifir sig niðurlægða – „Þetta hlýtur að vera eitthvað met“

Jennifer bálreið og upplifir sig niðurlægða – „Þetta hlýtur að vera eitthvað met“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orðrómur um nýja kærustu Tom Cruise – Einhent og 37 árum yngri en kvikmyndastjarnan

Orðrómur um nýja kærustu Tom Cruise – Einhent og 37 árum yngri en kvikmyndastjarnan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sér eftir því að hafa opnað hjónabandið og vill loka því aftur

Sér eftir því að hafa opnað hjónabandið og vill loka því aftur