William Gallas, fyrrum leikmaður Chelsea, segist vera orðlaus yfir því hvað félagið er að gera í sumarglugganum.
Chelsea hefur ekki gert mikið í glugganum hingað til en keypti markvörðinn Filip Jorgensen frá Villarreal, þeir eru nú þegar með menn eins og Robert Sanchez og Kepa Arrizabalaga í þeirri stöðu.
Gallas skilur ekki af hverju Chelsea er að einbeita sér að þeirri stöðu fyrir komandi tímabil og segir að það þurfi að styrkja aðrar stöður á vellinum.
,,Ég er orðlaus, hvað get ég sagt um Chelsea sem er að kaupa annan markvörð? Fyrir hvað?“ sagði Gallas.
,,Af hverju þurfa þeir annan markmann? Þetta er fáránlegt. Þeir hafa eytt svo miklu í nýja leikmenn og eru enn að eyða peningum. Þeir eru að segja sínum markvörðum að þeir séu ekki nógu góðir.“
,,Chelsea ætti að leita í reynslumikla varnarmenn og sóknarmenn.“