fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Ný þáttaröð þykir sýna skelfilegan raunveruleika

Pressan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 07:30

Skjáskot úr myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að það sé gerð sjónvarpsþáttaröð um verstu martröð lífs þíns. Hvorki meira né minna en 10 vandaðir og óhugnanlegir þættir.

Þetta er raunveruleikinn í Taívan í dag en í síðustu viku var fyrsta kitla nýrrar þáttaraðar opinberuð. Um 10 þætti er að ræða sem fjalla um innrás Kínverja í eyríkið. Heimsbyggðin hefur vaxandi áhyggjur af að Kínverjar muni ráðast á Taívan og margir hafa velt fyrir sér hvernig slík innrás muni líta út. Það er einmitt umfjöllunarefni þáttaraðarinnar en kitlan er sögð „mjög raunveruleg“.

Kínverski kommúnistaflokkurinn telur Taívan vera óaðskiljanlega hluta af Kína og hefur lengi viljað koma eyríkinu undir kínverska stjórn. En Taívanar hafa engan áhuga á að fórna lýðræðinu sínu til að lenda undir ægivaldi og kúgun kínverska kommúnistaflokksins.

Kínverskir ráðamenn hafa orðið sífellt herskárri í orðum á síðustu árum varðandi Taívan og telja margir það aðeins tímaspursmál hvenær þeir ráðast á Taívan. Taívan varð til sem sjálfstætt ríki þegar kommúnistar sigruðu þjóðernissinna í borgarastyrjöldinni þar í landi 1949. Þjóðernissinnar héldu þá yfir til Taívan og stofnuðu sjálfstætt ríki sem var raunar einræðisríki áratugum saman en á endanum var lýðræði komið á.

Nýja þáttaröðin heitir „Zero Day“ og er að sögn sérfræðinga óhugnanlega raunveruleg.

Taívönsk stjórnvöld fjármögnuðu gerð myndarinnar að hluta og einn þekktasti kaupsýslumaður landsins lagði einnig sitt af mörkum en hann hefur lengi þrýst á um auknar varnir eyríkisins.

Í þáttunum sjást Kínverjar loka Taívansundi undir því yfirskini að þeir séu að leita að kínverskri farþegaflugvél sem hrapaði þar. Skyndilega ríkir mikil ringulreið á Taívan. Bankar loka, múgur lætur greipar sópa um verslanir. Forsetinn ávarpar landsmenn og reynir að róa þá en Kínverjar hakka sig inn í ávarpið.

Höfuðborgin Taipei breytist í draugaborg, sumir flýja hana en aðrir verða eftir til að verjast. Um leið hafa kínverskir njósnarar laumað sér inn í taívanskt samfélag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við