fbpx
Laugardagur 10.ágúst 2024
Pressan

Svona er hægt að hressa upp á sundfærni sæðisfrumnanna

Pressan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 22:00

Sæðisfrumurnar þurfa að vera góðar í sundi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gríðarlegur munur á hvernig fullkomin sæðisfruma og léleg sæðisfruma hegða sér. Sérfræðingar segja að fullkomin sæðisfruma fari hratt yfir og stefni markvisst á lokatakmark sitt. DNA hennar er einnig mjög heilt og hún lítur eðlilega út. Það er að segja, það sést engin misfella á henni þegar hún er skoðuð í smásjá.

Léleg sæðisfruma fer hægt yfir og kemst ekki mikið áfram, fer frekar í hringi um sjálfa sig. En það er hægt að hressa upp á frammistöðu sæðisfrumna og hér veitum við fimm góð ráð um hvernig það er hægt.

  1. Ekki reykja. Rannsóknir hafa sýnt að reykingar, sérstaklega í stórum stíl, draga úr gæðum sæðis. Þetta á bæði við um tóbaksreykingar og hassreykingar.
  2. Takmarkaðu áfengisneysluna. Of mikil áfengisneysla getur skaðað sæðisfrumurnar og því er rétt að stilla áfengisneyslu í hóf ef halda á sundgörpunum sprækum.
  3. Hollt mataræði. Hollt og fjölbreytt mataræði, sem inniheldur ávexti og grænmeti, eykur almennt gæði sæðis.
  4. Hreyfing. Regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á gæði sæðis. Rétt er að hafa í huga aðhreyfingí „of miklu magni“ getur haft neikvæð áhrif á gæði þess.
  5. Heitur pungur. Eistun eru utan líkamans af því að sæðisfrumurnar þrífast best við lægri hita en restin af líkamanum. Það er því rétt að forðast að fara í heitt bað, sána,sólbekki og að klæðast þröngum nærbuxum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm ára strákur lést þegar hoppukastali fauk

Fimm ára strákur lést þegar hoppukastali fauk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hiti varð tæplega 800 að bana á Spáni í júlí

Hiti varð tæplega 800 að bana á Spáni í júlí