fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Forsvarsmenn hótelsins með veggjalýsnar svara – „Líklega komu fyrri gestir með þetta í ferðatöskum sínum“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 12:30

Fjölskyldan var illa útleikin eftir dvölina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Princess Inspire hótelsins á Tenerife, þar sem íslensk fjölskylda var illa bitin af veggjalús, hefur svarað slæmri umsögn þeirra um veru sína. Segir hótelið að líklega hafi fyrri gestir komið með lýsnar í ferðatöskunum sínum.

DV greindi frá málinu á þriðjudag. Það er að í júlí hafi maður að nafni Andri Þór Kristjánsson og fjölskylda hans farið í tveggja vikna dvöl til Tenerife og dvalið á Princess Inspire hótelinu á Adeje ströndinni.

Fljótlega snerist ferðin upp í martröð þar sem herbergið reyndist krökkt af veggjalús. Á öðrum degi fóru að koma fram bitför á líkamanum, hundrað talsins með miklum óþægindum.

Fjölskyldan var færð á annað herbergi en upphófst deila við hótelið um endurgreiðslu á hluta dvalargjaldsins. Bauð hótelið aðeins 10 prósenta afslátt og einn kvöldmat gegn því að skrifað yrði undir þöggunaryfirlýsingu. Á það var ekki fallist.

Töskurnar skítugar eftir sótthreinsun

Unnusta Andra skrifaði umsögn um Princess Inspire hótelið, miður fallega, á ferðavefinn Tripadvisor. Þar lýsti hún óværunni á herberginu og hvernig hótelið hafi brugðist við.

Meðal annars að hótelið hafi sagst ætla að sótthreinsa ferðatöskurnar þeirra en vildi ekki gefa upp hvaða efni væru notuð til þess. Þegar töskurnar komu til baka voru þær enn þá skítugar og hafi líklega ekkert verið sótthreinsaðar. Hætta væri því á að óværan kæmist með þeim heim til Íslands. Þeim var hent eftir komuna heim. Þá hafi glænýr trefill eyðilagðist í þvottinum en hótelið hafnað því að þetta væri sami trefill og á kvittuninni.

Sjá einnig:

Andri Þór lenti í martröð á lúxushóteli á Tenerife – Rándýrt hótelrúmið iðaði af blóðsjúgandi pöddum

„Viðbrögð hótelsins var svívirða,“ segir hún og nefnir sérstaklega Amaury Ducron í því samhengi, en hann sér um samskipti við gesti hótelsins. Skort hafi alla samúð og fagmennsku en í staðinn hafi mætt þeim reiði og vörn.

Ekki reiður heldur forviða

Í svari hótelsins við umsögninni segir að fjölskyldan hafi samstundis verið færð á annað herbergi og eigurnar þvegnar og sótthreinsaðar. Segir að hótelið hafi verið reiðubúið til að bæta trefilinn að fullu en því hafi ekki verið tekið.

Segir í svarinu að auk þess að herbergin séu þvegin þá fari sérstakir þrifstjórar yfir herbergin og láti viðhaldsdeild vita af öllum vandamálum. Hótelið fylgi sérstökum stöðlum til að koma í veg fyrir meindýr og sótthreinsunin hafi verið framkvæmd af meindýraeyði með gilt leyfi.

„Þessi skordýr koma vanalega með gestum frá öðrum löndum þar sem þetta er ekki padda sem fyrirfinnst á Kanaríeyjum,“ segir í svarinu. „Líklega komu fyrri gestir með þetta í ferðatöskum sínum.“

Þá segist hótelið undrandi á umsögn um samskiptastjórann. „Hann sýndi samúð og hafði áhyggjur af þessu frá upphafi og var viljugur að hjálpa í hvert skipti. Hann var ekki í vörn eða reiður heldur forviða þegar öllum þeim lausnum og bótum sem ykkur var boðið var hafnað.“

Að lokum segir að hótelið hafi boðið allt sem hægt var að bjóða vegna þessarar uppákomu sem hótelið hafi ekki haft neina stjórn á.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“