Rannsóknin var gerð á meðal fjölmarga kattareigenda, alls um 450, sem voru einnig í þeim sporum að hafa misst önnur gæludýr nýlega, ýmist hunda eða aðra ketti.
Þátttakendur voru beðnir um að fylgjast með og halda skrá yfir hegðun kattanna vikurnar eftir dauðsfallið. Og til að gera langa sögu stutta sýndu kettirnir almennt hegðun sem líkja mætti við sorgarferli.
Í frétt Guardian kemur fram að þeir sváfu minna, borðuðu minna og léku sér minna. Á sama tíma sóttust þeir eftir meiri athygli frá eigendum sínum en áður og þá mjálmuðu þeir meira. Og eftir því sem kettirnir höfðu búið lengur með dýrunum sem kvöddu þeim mun lengur varði sorgin.
Rannsóknir hafa áður sýnt fram á að önnur dýr syrgja, til dæmis fílar, höfrungar, simpansar og hundar.