Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, viðurkennir að hann hafi hatað undirbúningstímabilið er hann var upp á sitt besta.
Rooney hefur lagt skóna á hilluna en hann er þjálfari Plymouth í næst efstu deild Englands í dag.
Englendingurinn átti það til að mæta of þungur til baka á æfingar og þurfti að missa nokkur kíló á stuttum tíma.
Rooney ákvað að hætta að borða og stundaði líkamsrækt í gufubaði en hann mælir ekki með að yngri leikmenn taki upp á því sama.
,,Ég hataði undirbúningstímabilið. Ég kom þremur kílóum of þungur á æfingar í hvert skipti og þurfti að leggja enn harðar að mér,“ sagði Rooney.
,,Ég færði æfingahjólið inn í gufuherbergið og degi áður en það átti að vigta okkur þá sat ég þar í 90 mínútur í öllum fötunum.“
,,Ég borðaði ekki neitt og ég drakk ekki neitt!“