fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á tónleikum Taylor Swift – „Við sjáum að ákveðin undirbúningsverk voru hafin“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 20:00

Taylor Swift hefur lýst yfir stuðningi við Kamala Harris.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn hafa verið handteknir í Austurríki, grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk á tónleikum Taylor Swift í þessari viku. Annar er meðlimur í hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Poppsöngkonan vinsæla heldur þrjá tónleika á Ernst Happel leikvanginum í Vín, höfuðborg Austurríkis, dagana 8. til 10. ágúst. Tónleikaferðalagið, Eras, hefur verið gríðarlega vel sótt og er eitt af stærstu tónleikaferðalögum sögunnar.

Mennirnir tveir eru grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk á einhverjum af þessum þremur tónleikum. Tugþúsundir gesta verða á svæðinu. Völlurinn tekur 65 þúsund manns en ekki er þó uppselt.

Fundu efni á heimilinu

Að sögn austurrísku lögreglunnar er annar hinna handteknu aðeins 19 ára gamall. En hann hvar handtekinn í norðaustur hluta landsins, í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Vín.

Franz Ruf, yfirmaður í lögreglunni, sagði á blaðamannafundi að maðurinn hafi svarið eið til að ganga í hryðjuverkasamtökin ISIS fyrir nokkrum vikum síðan.

„Við sjáum að ákveðin undirbúningsverk voru hafin og sjáum að hinn 19 ára gerandi hafi haft augun á Taylor Swift tónleikunum í Vín,“ sagði Ruf.

Maðurinn er austurrískur ríkisborgari, sem að sögn lögreglunnar varð róttækur á netinu. Sprengjusveit lögreglunnar fann tiltekin efni á heimili hans og þau séu núna í efnagreiningu.

Annar maður var handtekinn í Vín, eftir að lögreglan komst að því að hann hafði haft samband hinn fyrrnefnda. Ekki voru gefnar upp miklar upplýsingar um þann mann hins vegar, nema að hann hafi kynnst róttækni á internetinu líka.

Öryggisgæslan aukin

Vegna þessa hefur austurríska lögreglan ákveðið að auka öryggisgæslu á tónleikunum þremur. Sérstök áhersla verður lögð á öryggisgæslu við inngangana. Vegna þessa eru tónleikagestir hvattir til þess að gera ráð fyrir að það taki lengri tíma til að komast inn á leikvanginn.

Að sögn Gerhard Purstl, lögreglustjóra Vínarborgar, hefur mestu hættunni verið afstýrt. Þó sé alltaf ákveðin hætta á stórum viðburðum eins og þessum sem þurfi að hafa í huga. Sagði hann að fjöldi lögreglumanna yrði aukinn.

Stórtónleikar hafa verið skotmörk hryðjuverkamanna á undanförnum árum. Meðal annars árið 2017 þegar íslamskur hryðjuverkamaður sprengdi sjálfan sig og 22 tónleikagesti á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester. Þá réðust íslamskir hryðjuverkamenn inn í Bataclan höllina í París árið 2015 og drápu 89 manns á tónleikum rokksveitarinnar Eagles of Death Metal.

Uppfært:

Tónleikunum þremur í Austurríki hefur nú verið aflýst vegna öryggisógnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Flokk fólksins harðlega – „Vond skilaboð“

Gagnrýnir Flokk fólksins harðlega – „Vond skilaboð“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur