fbpx
Sunnudagur 11.ágúst 2024
Pressan

Loftmengun getur dregið mjög úr líkunum á lifandi fæðingu eftir tæknifrjóvgun

Pressan
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 07:30

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftmengun getur dregið mjög úr líkunum á að barn fæðist lifandi eftir tæknifrjóvgun. Loftmengun hefur áður verið tengd við auknar líkur á fósturmissi og fyrirburafæðingum. Örsmáar sótagnir geta borist með blóði inn í eggjastokkana og fylgjuna. Það að agnirnar geta borist í eggjastokkana bendir til að áhrifa loftmengunar gæti áður en til getnaðar kemur því agnirnar hafa áhrif á þroska eggjanna.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá geti loftmengun dregið úr líkunum á lifandi fæðingu eftir tæknifrjóvgun um 38%.

Loftmengun er ein helsta ógnin við heilsu fólks en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að 6,7 milljónir manna hafi látist af völdum loftmengunar 2019.

Sýnt hefur verið fram á að örsmáar sótagnir geta borist frá lungunum út í æðarnar og þaðan með blóðinu til allra líffæra líkamans. Þetta eykur hættuna á hjartasjúkdómum, magakrabbameini og elliglöpum. Loftmengun hefur einnig verið tengd við minni gáfur.

The Guardian hefur eftir Sebastian Leathersich, frjósemislækni og kvensjúkdómafræði, að loftmengun sé skaðleg fyrir nær allt það sem við kemur heilsu fólks og það komi honum ekki á óvart að hún hafi einnig áhrif á barneignir. Hann sagðist vonast til að rannsóknin veki athygli á hversu alvarleg staðan sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjaldgæft mál er hluti af nýrri þróun í Svíþjóð – „Þær eru mikilvægari en við höldum“

Sjaldgæft mál er hluti af nýrri þróun í Svíþjóð – „Þær eru mikilvægari en við höldum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Öfgahitar valda því að gosdósir springa um borð í flugvélum

Öfgahitar valda því að gosdósir springa um borð í flugvélum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tölvuþrjótar fengu 10,4 milljarða greidda fyrir gögn sem þeir læstu

Tölvuþrjótar fengu 10,4 milljarða greidda fyrir gögn sem þeir læstu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Djarfmælti og hispurslausi „Túrtappa Tim“ kemur af krafti inn í baráttuna – Svona reynir hægrið að tæta hann í sig

Djarfmælti og hispurslausi „Túrtappa Tim“ kemur af krafti inn í baráttuna – Svona reynir hægrið að tæta hann í sig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfileg sjón blasti við á útfararstofunni – Hjónin í slæmum málum

Skelfileg sjón blasti við á útfararstofunni – Hjónin í slæmum málum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja meiri skóg til að halda aftur af loftslagsbreytingunum – Það er bara eitt stórt vandamál

Vilja meiri skóg til að halda aftur af loftslagsbreytingunum – Það er bara eitt stórt vandamál