fbpx
Mánudagur 12.ágúst 2024
Pressan

Af hverju fáum við hlaupasting?

Pressan
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 16:30

Skyldi hún fá hlaupasting? Mynd/iStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa eflaust lent í því að fá hlaupasting, verk undir rifbeinunum þegar við reynum á okkur. En hvað veldur þessu?

Þessari spurningu var nýlega varpað fram á vef Live Science sem segir að á ensku sé hlaupastingur þekktur undir læknisfræðiheitinu „exercise-related transient abdominal pain“.

Það er pirrandi og óþægilegt að fá hlaupasting en alls ekki hættulegt. En hvað veldur þessum leiðindum?

Þrátt fyrir að hlaupastingur sé algengur, þá er ekki vitað með vissu hvað veldur honum en ýmsar kenningar eru á lofti um frá hvaða líkamshluta verkurinn kemur.

Ein þeirra naut mikilla vinsælda áratugum saman, eftir að kenningin var sett fram 1941, meðal vísindamanna og íþróttalækna en hún gekk út á að hlaupastingur væri afleiðing ónægs blóðflæðis til þindarinnar en hún sér um að draga loft inn og út úr lungunum. Þessi blóðskortur gæti  valdið sársaukafullum krampa. Þessi kenning byggðist á kenningu um að blóð fari frá þindinni og safnist saman í vöðvum útlimanna þegar við reynum á okkur.

En þessi kenning er ekki mjög vinsæl lengur því vitað er að þindin starfar af miklum krafti þegar við reynum á okkur en það tryggir blóðflæði til hennar ekki frá.

Sumir hafa sagt að hlaupastingur geri vart við sig ef fólk er í lélegu líkamlegu formi. En vísindamenn  efast um þetta og benda á að íþróttamenn í topp formi fái einnig hlaupasting.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Farþegar Titan kafbátsins upplifðu óbærilega skelfingu á meðan þau biðu þess að deyja samkvæmt 7 milljarða lögsókn

Farþegar Titan kafbátsins upplifðu óbærilega skelfingu á meðan þau biðu þess að deyja samkvæmt 7 milljarða lögsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konan sem er sökuð um að hafa komið orðrómnum af stað

Konan sem er sökuð um að hafa komið orðrómnum af stað