fbpx
Miðvikudagur 07.ágúst 2024
Fréttir

Siggi stormur syrgir son sinn – Árni Þórður látinn eftir erfið veikindi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 16:18

Sigurður greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Þórður Sigurðsson er látinn. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði á mánudag.

Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, faðir Árna greinir frá þessu á samfélagsmiðlum nú fyrir skemmstu.

„Að teknu tilliti til vina og vandamanna sem fá fréttir á ótrúlegum hraða höfum við hjónin ákveðið að tilkynna hér á FB um andlát sonar okkar, Árna Þórðar Sigurðarsonar,“ segir Sigurður. „Árni sem veiktist lífshættulega 2021 var að talið var orðinn heill. Hann starfaði sem tollvörður á keflavíkurflugvelli uns hann veiktist. Við hjónin biðjum um andrými til að tækla þessa miklu sorg.“

Árni veiktist af fjöllíffærabilun, tæplega þrítugur að aldri, og lá mjög illa haldinn í um tíu mánuði á spítala. Lengi var hann í öndunarvél. Veikindi Árna voru mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum og Sigurður hélt þjóðinni vel upplýstri um framgang mála. Í október árið 2022 var Árni útskrifaður af spítala.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fann hundinn sinn eftir níu ára aðskilnað – „Þegar ég sagði nafnið hans hallaði hann höfðinu og starði á mig“

Fann hundinn sinn eftir níu ára aðskilnað – „Þegar ég sagði nafnið hans hallaði hann höfðinu og starði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pedro fékk þungan dóm – Svart, gúmmíkennt efni í ferðatöskunum

Pedro fékk þungan dóm – Svart, gúmmíkennt efni í ferðatöskunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leiðindaveður skellur á í kvöld víða um land

Leiðindaveður skellur á í kvöld víða um land
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bretland logar

Bretland logar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sökktu djásni Pútíns í Svartahafi í annarri tilraun

Sökktu djásni Pútíns í Svartahafi í annarri tilraun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump og Harris hnakkrífast varðandi mögulegar sjónvarpskappræður – „Hún er mjög heimsk“

Trump og Harris hnakkrífast varðandi mögulegar sjónvarpskappræður – „Hún er mjög heimsk“