fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Skiptar skoðanir meðal Íslendinga á komu Starbucks – „Kaffið er drasl en bakkelsið fínt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 16:30

Kaffihús verður opnað undir merkjum Starbucks í miðborg Reykjavíkur á næsta ári

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur malasíska fyrirtækið Berjaya Food International tryggt sér rétt til að reka kaffihús á Íslandi undir merkjum bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks, sem er stærsta kaffihúsakeðja heims. Fram hefur komið að stefnt sé að því að opna kaffihúsið á fyrri hluta næsta árs í miðborg Reykjavíkur. Margir Íslendingar sem tjáð hafa sig á samfélagsmiðlum virðast ekkert sérstaklega spenntir fyrir áformunum en þó er einhverjum sem líst vel á og enn aðrir eru beggja blands.

Egill Helgason fjölmiðlamaður og kaffiunnandi er víðförull maður og segir á Facebook-síðu sinni kaffið á fjölmörgum íslenskum kaffihúsum betra en hjá Starbucks. Ýmsir sem segjast hafa heimsótt Starbucks kaffihús erlendis taka undir með honum í athugasemdum:

„Hugsaði það sama. Ég fer aldrei á Starbucks í útlöndum því kaffið er svo mikið sull.“

„Ég held að þetta sé ekki kaffi fyrir fólk sem er hrifið af góðu kaffi. Það virðist ætlað fólki sem notar kaffi sem átyllu fyrir síróps- og rjómaneyslu.“

„Ææ,nei takk. Algjört hland!“

„Ég er mikil kaffimaður. Starbucks er ekki gott kaffi. Kaffitár og Te og kaffi mun betra!!!“

Einn aðili er sammála um að kaffi á Starbucks sé vont en það sé alls ekki allt vont sem kaffihúsakeðjan stóra bjóði upp á:

„Kaffið er drasl en bakkelsið fínt. Ég drekk hvort sem er bara te.“

Það eru þó ekki allir sem taka til máls undir færslu Egils sammála því að Starbucks selji vont kaffi:

„Ég hef heimsótt fjölda Starbucks veitingastaða í Bandaríkjunum og í Kanada. Alltaf fengið fyrsta flokks kaffi. Það býr eitthvað annað að baki rógsherferðar.“

Viðskiptahættirnir

Í sumum athugasemdum við færslu Egils eru gerðar athugasemdir við viðskiptahætti Starbucks en árétta ber að áðurnefnt malasískt fyrirtæki mun reka kaffihúsið hér á landi en ekki móðurfyrirtækið bandaríska:

„Í USA hefur Starbucks staðið gegn því að starfsfólk þess séu í verkalýðsfélögum og borgað lúsarlaun í samræmi við það. Munu þeir reyna hið sama á Íslandi?“

Einnig er bent á í sumum athugasemdum að víða um heim, um þessar mundir, kjósi fjöldi fólks að sniðganga Starbucks vegna meints stuðnings fyrirtækisins við Ísrael og afleiðingarnar hafi verið minnkandi sala og uppsagnir.

Einnig hafa Íslendingar rætt um komu Starbucks á samfélagsmiðlinum Reddit. Eins og í umræðum á Facebook-síðu Egils ber nokkuð á ummælum um að Starbucks selji ekki gott kaffi og stundi vafasama viðskiptahætti. Einhverjir spá því að rekstraraðilar muni á endanum gefast upp á Íslandi eins og raunin varð með McDonalds og Dunkin´ Donuts.  Sumir eru þó ánægðir með aukna samkeppni:

„Frábært, gott að hafa valkost. Þeir sem eru fúlir með þetta, velja þá bara með veskinu sínu – eigum líka að gera það mun oftar. Valkostir og samkeppni eru af hinu góða :).“

Á niðurleið

Einn aðili sem tekur þátt í umræðunni á Reddit segist hafa kynnst Starbucks vel í Bandaríkjunum á tíunda áratug síðustu aldar en kaffið þar hafi versnað mjög síðan þá og keðjan stóra þar að auki  gert út af við mörg lítil kaffihús:

„Ég ólst upp í Los Angeles á tíunda áratugnum og við mamma fórum nánast daglega á Starbucks. Mamma (og flestallir aðrir á þessum tíma) sögðu að þetta væri besta kaffi í heiminum og ég var líka mjög hrifinn af kakóinu sem ég fékk.

Eftir því sem árin liðu hækkaði Starbucks verðið ásamt því að bjóða upp á verra kaffi og við hættum að fara þangað. Það versta var að þeir voru líka búnir að taka yfir allan markaðinn, þannig það var ekki einu sinni hægt að heimsækja mörg gömul kaffihús því þau voru farin á hausinn þökk sé einokun Starbucks.

Sama og þegið. Ég hugsa ég verði bara með heitt á könnunni heima í eldhúsinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“