fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Refsa vanþakklátum vinnuveitendum með því að fara í laumufrí – Skellti sér í mánuð til Ítalíu og yfirmaðurinn hafði ekki hugmynd

Pressan
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 18:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langar þig í frí en kærir þig ekki um að nota frídaganna eða að þurfa að standa í því að fá leyfi frá yfirmanni þínum? Þá gæti laumufrí verið eitthvað fyrir þig.

Um er að ræða nýlegt hugtak sem á rætur að rekja til örra breytinga á vinnumarkaði í kjölfar Covid-19 og aukinna vinsælda fjarvinnu-fyrirkomulagsins. Laumufrí, eða quite vacation, vísar til þess að starfsmenn taka sér frí án þess að spyrja kóng né prest. Starfsmaður lætur yfirmann ekki vita, notar enga frídaga heldur þvert á móti þykist vera að vinna.

Einn starfsmaður sem tók sér svona frí deildi sögu sinni með Business Insider á dögunum, að sjálfsögðu í skjóli nafnleyndar enda er viðkomandi meðvitaður um að uppátækið væri ekki líklegt til vinsælda á vinnustað hans.

Vinnuveitandanum er sama

Umræddur starfsmaður hefur undanfarin þrjú ár starfað hjá tæknifyrirtæki í San Francisco. Starfsmaðurinn skilgreinir sig sem metnaðarfullan og duglegan.

„Þetta eru engin eldflaugavísindi og felst að miklu leyti í því að afrita og líka svo ég hef mikinn dauðan tíma í vinnunni.“

Vandinn sé þó vinnustaðarmenningin. Vinnuveitandanum sé sama um starfsmenn. Það eina sem skipti máli eru afköst og hagnaður. Þegar vel gangi fá starfsmenn ekki að njóta þess heldur eru kröfur til þeirra bara auknar. Þetta varð til þess að viðkomandi starfsmaður ákvað að gera breytingar á starfi sínu án þess að ræða það við nokkurn. Ef vinnustaðurinn var ekki með honum í liði, þá ætlaði starfsmaðurinn ekki að vera með vinnustaðnum í liði. Ekki lengur skyldi starfsmaðurinn eltast við að vera góður starfsmaður, enda græddi hann ekkert á því. Nú ætlaði hann að skila af sér algjöru lágmarki og engu umfram það. Á sama tíma ákvað hann að taka sér laumufrí.

„Þá stendur yfirmaðurinn í þeirri trú að þú sért að vinna, en þú ert laumulega í fríi. Þetta byrjaði á því að ég tók mér pásur hér og þar sem á endanum stigmagnaðist upp í mánaðarferð til Ítalíu sem ég notaði bara eina viku af frídögum fyrir.

Ég ætla mér að halda áfram að taka laumufrí. Hefðbundni 9-5 vinnudagurinn er úreld hugmynd og það er ekkert annað en frábært að sjá starfsmenn endurheimta frítímann sinn.“

Engin gert athugasemdir

Viðkomandi sinnir fjarvinnu og segist vinna í raun og veru í svona 1-3 klukkustundir á dag. Þess á milli sinnir hann heimilisstörfum og spilar tölvuleiki. Hann er samt að skila af sér þeim verkefnum sem fyrir hann eru lögð, bara engu umfram það. Til að ekki komist upp um þessa háttsemi passar hann sig að mæta á fundi og spyrja spurninga eða koma með ábendingar, senda tjákn á vinnuspjallið og svo notar viðkomandi tæki sem hristir tölvumúsina svo forrit, sem vinnuveitandinn notar til að vakta starfsmenn, heldur að starfsmaðurinn sé að vinna.

„Enginn í fyrirtækinu hefur gert athugasemd við afköstin mín og í raun fæ ég frekar góða umsögn í starfsviðtölum.“

Starfsmaðurinn segist vissulega hafa íhugað að finna sér nýja vinnu en hann sé í þeirri erfiðu stöðu að þó að vinnan sé leiðinleg og vinnustaðurinn ömurlegur, þá er hann að komast upp með lágmarksvinnu á fullum launum.

Hann segir lykilinn að laumufríi vera að vakna á morgnanna og senda smá skilaboð á vinnufélaganna. Síðan þurfi að gæta þess að mæta á fundi og nota gervibakgrunn þegar maður hefur kveikt á myndavélinni. Síðan tekur starfsmaðurinn símann með sér hvert sem hann fer og kíkir reglulega á tölvupóstinn.

„Ég er meðvitaður um möguleikann að upp um mig komist en ég myndi þá bara koma hreint fram við yfirmanninn minn og segja: Ég er að skila mínu, hvað annað viltu frá mér. “

Starfsmaðurinn segir að hann sé ekki einsdæmi. Fleiri og fleiri séu farnir að taka upp á því að skila lágmarks vinnuframlagi og laumast í frí. Þetta megi rekja til þess að vinnuveitendum sé sama um velferð starfsmanna sinna. Ef vinnuveitandinn gerir ekki vel við starfsmenn, af hverju ættu starfsmenn að gera vel við vinnuveitandann?

„Heimurinn myndi ekki virka ef enginn væri með vinnu, en vinnan þarf þó ekki að vera allt lífið hjá fólki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Í gær

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon