The Guardian segir að 155 manns hafi verið um borð í vélinni. Fljótlega eftir að farþeginn byrjaði að æla, byrjuðu fleiri farþegar og áhafnarmeðlimir einnig að æla.
Margir farþegar báðu um grímur til að reyna að komast hjá því að smitast af þessari bráðsmitandi ælupest.
New York Post segir að á hljóðupptöku af samskiptum flugmanna við flugumferðarstjóra komi fram að um „lífrænan vanda“ sé að ræða í farþegarýminu og því þurfi að öryggislenda.
„Það hljómar eins og ástandið sé mjög slæmt þarna aftur í. Áhafnarmeðlimir æla og farþegarnir biðja um grímur,“ heyrist sagt á upptökunni.
Flugvélin var gerð hrein frá A til Ö eftir lendingu og farþegarnir voru aðstoðaðir við að komast áfram til Boston.