fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Segir VG og Íhaldið hafa búið til svigrúm fyrir Sósíalista og Miðflokkinn – ríkisstjórnin í djúpri holu

Eyjan
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjósendur gera kröfu um nýja forystu í landsstjórninni og næsta ríkisstjórn hlýtur að verða ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokka, mynduð undir forystu Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið eftir forystuhlutverkið á hægri væng stjórnmálanna til Miðflokksins á meðan Sósíalistaflokkurinn hefur ýtt VG til hliðar sem forystuafl yst til vinstri. Fram undan er viðburðaríkur stjórnmálavetur.

Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut, veltir Ólafur Arnarson því fyrir sér hvort forysta Sjálfstæðisflokksins sé loksins að vakna, þegar Miðflokkurinn er orðinn nánast jafnstór Sjálfstæðisflokknum í hverri könnuninni á fætur annarri

„Miðflokkur mælist nú með 14,6 prósent fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður í 17,2 prósent – munurinn er einungis 2,6 prósentustig. Þetta eru mikil tíðindi í ljósi þess að ekki eru mörg ár síðan Miðflokkurinn var ekki til en Sjálfstæðisflokkurinn naut stuðnings 36 prósent kjósenda, í kosningunum 2007 í formannstíð Geirs Haarde,“ skrifar Ólafur.

Hann segir Sjálfstæðisflokkinn hafa sigið til vinstri í vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur og til hafi orðið svigrúm hjá Miðflokki sem tekið hafi við buguðum flóttamönnum og tútnað út jafnt og þétt. Vinstri grænséu að þurrkast út ef marka má ítrekaðar niðurstöður kannana Gallups. Faðmlag þeirra við Sjálfstæðisflokkinn ætli að reynast þeim banvænt.

Raunverulegir sósíalistar muni hins vegar ekki deyja ráðalausir. Sósíalistaflokkur Íslands sé að leysa VG af hólmi í íslenskum stjórnmálum.

Ólafur segir Sósíalistaflokkinn líklegan til að ná inn á Alþingi í næstu kosningum og telur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, líklega til afreka, enda sé hún nánast eini borgarfulltrúi núverandi minnihluta í borginni sem njóti virðingar og vinsælda.

Ólafur bendir á að fylgi ríkisstjórnarflokkanna fellur jafnt og þétt frá mánuði til mánaðar og standi nú í samtals 27,9 prósentum en var 53 prósent í kosningunum 2021. Samkvæmt nýjustu könnun Gallups fengju stjórnarflokkarnir einungis 17 þingmenn kjörna en hafa nú 38 þingmenn. Um algert hrun sé að ræða.

Á sama tíma mælist Samfylkingin er með 27,6 prósent fylgi og fengi 19 menn kjörna á þing – myndi bæta við sig 13 fulltrúum.

„Hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýnir brotlendingu núverandi ríkisstjórnar og lýsir ákalli um nýja forystu þjóðarinnar.“

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“