Nico Williams er búinn að ákveða það að semja ekki við franska stórliðið Paris Saint-Germain í sumar.
Frá þessu greinir spænski miðillinn Sport en PSG hefur sýnt spænska landsliðsmanninum áhuga síðustu vikur.
Williams var frábær fyrir spænska landsliðið á EM í sumar en liðið fór alla leið og vann mótið í Þýskalandi.
Sport segir að það komi ekki til greina að semja við PSG í þessum glugga en hvort Williams verði áfram hjá Athletic Bilbao er óljóst.
Williams er sterklega orðaður við Barcelona og ku vera opinn fyrir því að fara þangað fyrir rétt verð.