fbpx
Sunnudagur 04.ágúst 2024
Fréttir

Vara við auknum líkum á skriðuföllum á Austfjörðum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. ágúst 2024 16:21

Vattarnes

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skriðuvakt Veðurstofu Íslands hefur sent frá sér viðvörum um auknar líkur á skriðuföllum á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 5. ágúst. Í tilkynningunni kemur fram að vegna úrkomu sé mikilvægt að vegfarendur sýni aðgát þegar ferðast er undir bröttum hlíðum, horfi í kringum sig og forðist að dveljast lengi innan farvega. Þá sé vert að hafa í huga að skriður geti fallið skyndilega, líka eftir að mesta ákefð rigningar er búin.

Í tilkynningunni kemur fram að nýleg spá gerir ráð fyrir að úrkomubakki komi að Austfjörðum seint á sunnudagskvöld 4. ágúst. Úrkoman teygir sig frá Borgafirði eystri alla leið að Öræfum með úrkomuákefð sem gæti náð 10 mm á klst., með meiri ákefð efst til fjalla.

Á mánudaginn, 5. ágúst, fylgir svo annar úrkomubakki síðdegis með meiri ákefð bæði til fjalla og á láglendi. Það bætist töluverð úrkoma við á stuttum tíma á þessi svæði, ef veðurspá gengur eftir.

Austfirðir bætast við þau svæði sem nú þegar hefur verið varað við auknum líkum á skriðuföllum, en áður hafði verið varað við svipaðri hættu á Suðurlandi og Ströndum  Uppsöfnuð úrkoma á þessum svæðum er há, með yfir 200 mm á Ströndum frá kl. 12 í dag, 3. ágúst, til þriðjudags 6. águst. Þá eru 430 mm á Mýrdalsjökli, 730 mm á Öræfum og víða yfir 130 mm til fjalla á Austfjörðum. Þar sem það hefur rignt mikið undanfarið má gera ráð fyrir að jarðvegur sé víða vatnsmettaður. Skriða hefur nú þegar fallið á veg í Árneshrepp, í gær 2. ágúst, og er von á að það sama geti gerst á áðurnefndum svæðum.

Þegar það rignir mikið í fjöllunum má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum og gætu farvegsbundnar aurskriður farið af stað. Auk þess geta jarðvegsskriður fallið þegar jarðvegur er vatnsmettaður. Grjóthrun getur líka átt sér stað þegar vatn losar um grjót í klettum og bergveggjum.

Til að halda utan um skriðuaðstæður í landinu er mikilvægt að tilkynna skiðuföll til Skriðuvaktar Veðurstofunnar sem geta svo metið aðstæður á ný. Það er hægt að hafa samband í síma 522-6000 eða nota skráningarform á vef Veðurstofunnar sem finna má undir „Tilkynna snjóflóð“ bæði á snjóflóðaforsíðu og eins undir Ofanflóð (listi t.v.) en þetta vefform dugar jafnt til skráninga á skriðuföllum og snjóflóðum. Gott er að hafa mynd af skriðum og nákvæma staðsetningu auk tímasetningu, hvenær skriða fór eða hvenær fólk varð vart við skriðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gústaf og Brynjar takast á – „Taka lyfin, bróðir sæll“

Gústaf og Brynjar takast á – „Taka lyfin, bróðir sæll“
Fréttir
Í gær

Sótt að Patrik eftir meintan nauðgunarbrandara á FM957 – „Ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg“

Sótt að Patrik eftir meintan nauðgunarbrandara á FM957 – „Ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg“