fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Alþýðlegi forsetinn kveður embættið

Eyjan
Laugardaginn 3. ágúst 2024 15:15

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eftirsjá að Guðna Th. Jóhannessyni á forsetastóli, og þá ekki síður eiginkonu hans, Elizu Reid, sem staðið hefur vaktina með manni sínum á aðdáunarverðan máta. Forsetamyndin af þeim hjónum hefur verið mild og án tildurs, trúverðug og heiðarleg. Og þannig mun hún lifa í huga þjóðarinnar um ókomin ár.

Veldur hver á heldur, segir máltækið, og það á sannarlega við um forsetaembættið á Íslandi, því svo óformlegar og á köflum óljósar eru reglurnar um eðli þess og áhrif, að hver einasti forseti sem hefur gegnt því í áttatíu ár hefur getað lagað það að vilja sínum. Það hefur því verið jafn ópólitískt og það hefur reynst pólitískt frá einum tíma til annars. Og áherslurnar hafa sveiflast á milli menningar, tungu, sögu, þjóðhátta, umhverfis- og loftslagsmála, viðskipta, alþjóðapólitíkur og jafnvel útrásar.

Fyrir vikið hafa landsmenn átt alls konar forseta. Og ef til vill er það í anda þess krúttlega sem á stundum hefur verið nefnt í sömu andrá og fámenn þjóðin við ysta haf hefur komið til tals og eðli hennar hefur verið skilgreint.

Við erum nefnilega ekki formleg þjóð. Agi hefur verið okkur annarlegur.

Ef hægt er að lýsa forsetastíl Guðna Th. Jóhannessonar í einu orði hefur hann verið alþýðlegur. Og það er til marks um persónu hans sjálfs að hún var nákvæmlega sú sama fyrir og eftir embættistökuna sumarið 2016. Guðni var bara áfram Guðni. Embættið steig honum aldrei til höfuðs. Þar hjálpaði ekki aðeins meðfædd hógværð mannsins, heldur augljóst æðruleysi hans og eðlislægar dyggðir.

Og akkúrat í þessum efnum eignaðist hann ómælda virðingu þjóðar sinnar.

„Ef hægt er að lýsa forsetastíl Guðna Th. Jóhannessonar í einu orði hefur hann verið alþýðlegur.“

Guðni Th. Jóhannesson þurfti aldrei á sýndarmennsku að halda í forsetatíð sinni, heldur gat hann leyft sér að vera hann sjálfur í hvaða verkefni sem hann tók sér fyrir hendur. Tilgerð og prjál fylgdu aldrei með í för. Aldrei.

Og þetta er í anda þess sem Íslendingar vilja upplifa í fari fólks.

Dyndilmenni og tildurgosar hafa einatt farið í taugarnar í fámenninu á Fróni. Frændsemin og ættartengslin hafa gjarnan verið svo mikil að raunveruleg stéttaskipting hefur aldrei orðið til í landinu. Í hverri sæmilega stórri fjölskyldu hefur jafnan verið að finna fólk úr hvaða atvinnugrein sem er. Og það sem meira er, konur jafn sem karlar hafa getað menntað sig til hvaða starfs sem er – og hafa ekki verið svínbundnar átthagafjötrum eða ættarhlekkjum af nokkru tagi. Og eru þar komnir nokkrir helstu kostir íslensks samfélag sem snúast um jöfnuð, þar á meðal almenn og jöfn tækifæri til náms.

Í þessum anda stígur Guðni Th. Jóhannesson til hliðar. Jafn velviljaður og vinalegur og þegar hann tók við lyklavöldum á Bessastöðum. Og það er auðvitað til marks um ágæti mannsins að ofan á alla aðra eðliskosti hans kann hann nefnilega að hætta. Það hefur fráleitt átt við um marga opinbera embættismenn sem hafa, allt of margir, hangið á kontórnum eins og hundar á roði, og talið sig eilíflega ómissandi, löngu búnir að týna trúverðugleika sínum og trausti.

Og það er á þessum tímamótum, þegar Guðni og Eliza kveðja Bessastaði, sem maður er enn einu sinni minntur á að ef til vill er ekki til ómerkilegra fólk en það sem er merkilegt með sig. En það verður einmitt aldrei sagt um þau hjónin sem Íslendingar óska nú farsældar á nýjum vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin