Það er ekki langt í kvöldmat á þessum frábæra laugardegi á langri helgi og spurningin „Hvað er í matinn?“ mögulega farin að heyrast á mörgum heimilum, sumarbústöðum eða á ferðinni. „Hvað eigum við að hafa í matinn?“ er líka klassísk spurning á öllum heimilum þar sem tveir sjá um að deila kostnaði við matarkörfuna.
Pizzur eru klassísk máltíð sem á alltaf við, sem hádegismatur, kvöldmatur, þynnkumatur morguninn eftir gott skrall og svo framvegis. Klassísk! Og allir eiga sína uppáhalds, bæði áleggstegundir og pizzustað.
En hvað kostar pizzan?
Fyrir nokkru tók karlmaður saman verð á nokkrum pizzastöðum á höfuðborgarsvæðinu og birti í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Það var því tilvalið að fara yfir þessa staði og verð og taka til viðbótar nokkra staði á landsbyggðinni, sem valdir voru eftir því sem kom upp við leit á ja.is, veitingastadir.is og Facebook, og eru ýmist með Facebook-síðu og/eða heimasíðu með matseðli og verðum.
Verð miðast við 12 tommu pepperonipizzu með osti og pepperoni og með sem fæstum áleggjum ef pizzan var með fleiri áleggjum.Tekið var verð á pizzunni stakri án allra tilboða, hvort sem þau miðast við tíma dags, sótt eða heimsendingu eða einhvern pakkadíl. Á einum stað Pizza Hut gafst ekki kostur á að skoða matseðil á heimasíðu þar sem staðurinn er lokaður um helgina.
Flestir staðirnir eru jafnframt veitingastaðir, það er bjóða upp á sæti við borð, hnífapör, diska og tilheyrandi, auk þjónustu. Alla jafna bjóða sem dæmi Dominos og Pizzan ekki upp á slíkt, þó á einhverjum stöðum sé hægt að standa og borða eða setjast við borð og borða (Dominos Skúlagötu sem er mjög vinsæll meðal ferðamanna er sem dæmi með örfá sæti).
Njótið pizzunnar!!
Höfuðborgarsvæðið
Pizza Port – 2.500 kr. (Diavola=Ostur og salami) Athugið pizzan kemur brotin saman, nema keyptur sé kassi á 100 kr.
Flatey – 2.790 kr. (Diavola=Pepperoni (smátt skorið) á Margheritu-grunni)
Hornið – 2.990 kr. (Pepperoni=ostur og pepperoni)
Íslenska Flatbakan – 3.090 kr. (Sú peppaða=ostur, pepperoni og rjómaostur)
Eldofninn – 3.250 kr. (Pepperoni Basic=ostur, pepperoni og sveppir)
Dominos – 3.490 kr. (Pepperoniveisla=ostur, pepperoni, auka ostur og auka pepperoni)
Pizzan – 3.590 kr. (Cheesus=ostur, pepperoni og auka ostur)(Double Pepperoni=ostur, pepperoni og auka pepperoni)
Castello – 3.750 kr. (Classic=ostur, pepperoni, skinka, sveppir og laukur)
Grindavík
Papas – 3.190 kr. (PS2=ostur, pepperoni og sveppir)(Pink=ostur, pepperoni og skinka)
Hveragerði
Hofland Eatery – 3.140 kr. (Hvað er Pepperone?=ostur, salami og laukur)
Hvolsvöllur
Gallerý Pizza – 3.640 kr. (Útópía=ostur, pepperoni, auka ostur, auka pepperoni og chilikrydd)
Vestmannaeyjar
Pizza 67 – 3.600 kr. (Pepperoni67=ostur, pepperoni, auka ostur, auka pepperoni og chilikrydd)
Mývatn
Daddi‘s pizza – 3.630 kr. (Dimmuborgir=ostur, pepperoni, skinka, laukur og ananas)(Húsbóndinn=ostur, pepperoni sveppir ananas og ólífur)
Akureyri
Greifinn – 4.780 kr. (Pepperoni=ostur, pepperoni, sveppir, laukur og paprika)
Hólmavík
Café Riis – 4.250 kr. (H 150=ostur, pepperoni, rauðlaukur, sveppir og piparostur).
Af þessari stuttu úttekt má sjá að Flatey pizza á höfuðborgarsvæðinu er ódýrust meðan Greifinn á Akureyri er dýrastur.
Þessi úttekt miðast aðeins við verð, ekki gæði á pizzum, þyngd eða magn áleggs, þjónustu, staðsetningu eða annað slíkt. Og eins og fyrr sagði þá eru sumir staðirnir veitingastaðir með þjónustu, meðan aðrir bjóða ekki upp á slíkt.
Þegar kemur að varðveislu íslenskunnar fá Castello, Dominos, Papas, Pizzan smá mínus í kladdann þar sem flest nöfnin á matseðli eru ensk, innihaldslýsing er þó á íslensku. Flatey fær einnig mínum í kladdann fyrir ensk nöfn á pizzum og að heimasíðan opnar á ensku en ekki íslensku, þó hægt sé að velja um bæði. Gallery Pizza velur að hafa enskuna í öndvegi og er heimasíðan á ensku, matseðill setur enskuna í forgrunn bæði í nöfnum á pizzum og innihaldslýsingu þeirra.
Daddi‘s pizza, Hofland Eatery og Íslenska flatbakan fá extra plús í kladdann fyrir sérvalin nöfn á sínar pizzur. Hofland Eatery missir þó bónustig fyrir að heita að hluta ensku nafni.