Einn besti leikmaður Englands á EM er á óskalista Newcastle fyrir komandi tímabil en frá þessu greinir Athletic.
Um er að ræða varnarmanninn Marc Guehi sem er samningsbundinn Crystal Palace og lék með Englandi á EM í sumar.
Guehi er 24 ára gamall og er fyrrum varnarmaður Chelsea en hann ku vera opinn fyrir því að fara í sumarglugganum.
Samningur Guehi rennur út 2026 en engar viðræður eru í gangi á milli leikmannsins og félagsins um framlengingu.
Athletic segir að Newcastle sé í viðræðum við Palace sem og Guehi um mögulega komu til félagsins fyrir tímabilið sem hefst síðar í þessum mánuði.