Chelsea hefur ákveðið að banna fyrirliða sínum, Conor Gallagher, að æfa með aðalliðinu en frá þessu greinir TalkSport.
Gallagher er líklega á förum frá Chelsea í sumar en hann er sterklega orðaður við spænska stórliðið Atletico Madrid.
Gallagher er uppalinn hjá Chelsea og bar fyrirliðabandið á síðustu leiktíð en hann er ekki inni í myndinni hjá Enzo Maresca sem tók við í sumar.
Samkvæmt TalkSport hefur Chelsea rætt við enska landsliðsmanninn og horfir félagið ekki á hann sem leikmann í aðalliðinu.
Það virðist staðfesta brottför miðjumannsins sem er samningsbundinn til ársins 2025.